Meira en helmingur allra dauðsfalla vegna Covid-19 á Spáni varð á hjúkrunarheimilum frá marsbyrjun og fram til loka júní. Þetta kemur fram í skýrslu yfirvalda sem fjallað er um í El País.
Samkvæmt skýrslunni létust 20.268 á hjúkrunarheimilum og heimilum fyrir fatlað fólk á áðurnefndu tímabili.
10.364 fengu jákvæða niðurstöðu úr skimun áður en þau létust en 9.904 létust eftir að hafa sýnt Covid-19 einkenni.
Meðal ástæðna fyrir dauðsföllunum er mannekla á hjúkrunarheimilnunum og það hve bráðsmitandi veiran er.