Trump neitar að gefast upp

Donald Trump neitar að viðurkenna ósigur í kosningum.
Donald Trump neitar að viðurkenna ósigur í kosningum. AFP

Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur birt yfirlýsingu þar sem fram kemur að hann neiti að viðurkenna ósigur. Þvert á móti er sagt að repúblikanar muni berjast áfram um Georgíu, Nevada, Arizona og Pennsylvaníu. 

Í yfirlýsingunni segir: „Kosningunum er ekki lokið. Rangar spár um sigur Joe Biden eru byggðar á úrslitum úr fjórum ríkjum sem ekki sér fyrir endann á hvernig munu fara. Biden treystir á þessi ríki til að gera falskt tilkall til Hvíta hússins, en þegar kosningunum lýkur mun Trump ná endurkjöri.“

Fram kemur í yfirlýsingunni að búið sé að biðja um endurtalningu í Georgíu þar sem repúblikanar séu þess fullvissir að ógild atkvæði séu í póstkosningunni. Þá er kvartað undan því að fulltrúar á vegum flokkanna hafi ekki fengið nægjanlegan aðgang til þess að fylgjast með talningu atkvæða í Pennsylvaníu.

Fullyrt er enn fremur að þúsundir póstatkvæða í Nevada beri að ógilda.

Að auki sé Trump á góðri leið með að vinna í Arizona þrátt fyrir að Fox News og Associated press hafi þegar lýst yfir sigri Biden í fylkinu.    

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert