Giuliani: Trump játar ekki ósigur

Rudi Giuliani, lögmaður Trumps, talaði fyrir hönd kosningateymisins.
Rudi Giuliani, lögmaður Trumps, talaði fyrir hönd kosningateymisins. AFP

Kosningateymi Donalds Trumps mun hefja málaferli á mánudaginn, ef marka má orð Rudis Giulianis á blaðamannafundi í Philadelphiu í dag. Hann segir einnig að Trump muni ekki játa ósigur fyrr en atkvæðin verði talin á ný.

Giuliani talaði fyrir hönd Trump-teymisins og ítrekaði ásakanir Trumps um kosningasvindl í Pennsylvaníu og víðar.

Málaferlin varða, að sögn Giulianis, meint kosningasvindl sem snýr að talningu atkvæða sem bárust með pósti. Á blaðamannafundinum hélt hann því fram að eftirlitsmönnum Repúblikanaflokksins hefði verið meinað að fylgjast með talningu atkvæðanna.

Allt ætlaði um koll að keyra víða í Bandaríkjunum þegar …
Allt ætlaði um koll að keyra víða í Bandaríkjunum þegar fréttaveitur lýstu yfir sigri Bidens. AFP

Þá segir hann að svindlið felist meðal annars í því að átt hafi verið við fjölda atkvæða í ríkinu, sérstaklega þau sem bárust í pósti, og að margir þeirra sem greitt hafi atkvæði í ríkinu séu látnir. Ekki hafa komið fram sönnunargögn sem styðja þetta.

Í tilkynningu frá Trump-teyminu, sem Washington Post greinir frá, segir að kosningunum sé „langt frá því að vera lokið“, þótt helstu fréttaveitur hafi lýst yfir sigri Bidens.

„Fréttaveitur ákveða ekki niðurstöður kosninga,“ sagði Giuliani á blaðamannafundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert