Hvað gerist næst?

Víða er sigri Bidens fagnað.
Víða er sigri Bidens fagnað. AFP

Nú hafa fréttaveitur lýst því yfir að Joe Biden muni standa uppi sem sigurvegari kosninganna og taka við af Donald Trump sem forseti Bandaríkjanna. En hvað gerist næst?

Kjörtímabil forseta Bandaríkjanna hefst, samkvæmt stjórnarskránni, þann 20. janúar klukkan 12.00. Þá er haldin innvígsluathöfn í höfuðborginni, Washington DC, og nýkjörinn forseti og varaforseti sverja embættiseið undir handleiðslu yfirdómara hæstaréttar.

Joe Biden mun að öllum líkindum taka við forsetastóli 20. …
Joe Biden mun að öllum líkindum taka við forsetastóli 20. janúar 2021. AFP

Áður en kjörtímabilið hefst skipar nýkjörinn forseti teymi sem aðstoðar við undirbúning, m.a. við að skipa í ríkisstjórn og aðrar opinberar stöður.

Öruggt er að Biden muni hljóta meirihluta atkvæða í kosningunum, en það það sem ræður úrslitum er ekki heildarfjöldi atkvæða, heldur fjöldi kjörmanna sem frambjóðendur tryggja sér. Kjörmennirnir eru í heildina 538, og þurfa frambjóðendur að tryggja sér meirihluta þeirra, eða 270, til að standa uppi sem sigurvegari.

Þann 14 desember 2020, eða „fyrsta mánudaginn eftir annan miðvikudaginn í desember,“ munu kjörmennirnir koma saman og kjósa um næsta forseta Bandaríkjanna.

Hefja málaferli á mánudaginn

Kosningateymi Donalds Trumps hans hefur tilkynnt að forsetinn muni ekki viðurkenna úrslitin og að það muni hefja málaferli vegna meints kosningasvindls. Markmið málaferlanna, að sögn Rudolphs Giuliani lögmanns Trumps, er að koma málunum fyrir hæstarétt Bandaríkjanna og dæma fjölda atkvæða sem bárust með pósti í mikilvægum ríkjum ógild.

Þó eru smáatriði ásakanna óljós, eins og WP greinir frá, og erfitt að vita hvort málaferlin muni bera árangur.

Giuliani sakaði demókrata um svindl og tilkynnti að Trump-teymið muni …
Giuliani sakaði demókrata um svindl og tilkynnti að Trump-teymið muni hefja málaferli á mánudaginn. AFP

Einnig hefur komið fram að forsetinn muni ekki játa ósigur í kosningunum. Á síðustu áratugum hefur myndast rík hefð að sá sem tapar forsetakosningum hringir í nýkjörinn forseta, játar sig sigraðan og óskar honum til hamingju.

Síðan sú hefð hófst, þegar William Jennings Bryan tapaði fyrir William McKinley árið 1896 og sendi honum símskeyti í kjölfarið, hefur enginn forsetaframbjóðandi neitað að játa ósigur sinn.

Ekki er skylda að játa ósigur í forsetakosningum, en sitjandi forseti er lagalega bundinn því að leyfa ríkistjórn sinni að undirbúa komu nýs forseta.

Frétt BBC.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert