Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, segir á Twitter að hann sé sannfærður um sigur og á hann þá væntanlega við sigur í málarekstri framboðs hans vegna forsetakosninganna sem fram fóru á þriðjudag.
WE WILL WIN!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 10, 2020
Trump hefur sakað demókrata um svindl í kosningunum og hefur farið mikinn á Twitter sem er hans helsti samskiptamáti við umheiminn. Vísar hann mikið í fréttir öfga-hægri-fréttaveitunnar Breitbart auk þess sem hann vitnar í stjórnmálaskýrendur á Fox News hugðarefnum sínum til stuðnings. Hefur hann m.a. nýtt miðilinn til að níða skóinn af Bush-fjölskyldunni sem hefur óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn og sagt kosningarnar réttmætar.
Ouch. pic.twitter.com/uwCChJoX2V
— Breitbart News (@BreitbartNews) November 9, 2020
Á síðasta sólarhring hafa tugir tísta borist frá Trump sem mörg hver eiga það sammerkt að vera vísun í þessa miðla og orð stjórnmálaskýrenda sem hann telur færa rök fyrir sínu máli.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 10, 2020
Enginn fjölmiðill eða stjórnmálaskýrandi hefur þó enn sett fram gögn ásökunum um svindl stuðnings.
Þá er hann ófeiminn að eigna sér heiðurinn vegna fregna af nýju bóluefni. Virðist hann telja að ef Joe Biden hefði verið við stjórnvölinn hefði nýtt bóluefni ekki komið fram á næstu fjórum árum.
If Joe Biden were President, you wouldn’t have the Vaccine for another four years, nor would the @US_FDA have ever approved it so quickly. The bureaucracy would have destroyed millions of lives!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 10, 2020