Lokastaða: Biden fær 306 kjörmenn

Joe Biden verður næsti forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden verður næsti forseti Bandaríkjanna. AFP

Joe Biden, forsetaframbjóðandi demókrata, fær 306 kjörmenn í bandaríska kjörmannaráðinu (e. electoral College) en Donald Trump, sitjandi forseti, fær 232.

Fjölmiðlar vestanhafs. þeirra á meðal CNN og NBC, hafa lýst Biden sigurvegara í Georgíu en Trump sigurvegara í Norður-Karólínu en þetta voru þau tvö ríki þar sem enn var beðið eftir niðurstöðum.

Talning síðustu atkvæða stendur enn yfir víða, en samkvæmt hefð lýsa fjölmiðlar sigri frambjóðanda þegar forskot hans er svo mikið að einsýnt þykir að hann hljóti stærstan hluta atkvæða. Þegar 97% allra atkvæða hafa verið talin hefur Biden fengið rétt tæplega 78 milljónir atkvæða en Trump tæp 72,7 milljónir.

Sex dagar eru síðan Joe Biden tryggði sér meirihluta í kjördæmaráðinu og fjölmiðlar um allan heim lýstu hann réttkjörinn forseta. Donald Trump hefur hins vegar ekki enn játað ósigur en kosningateymi hans á nú í málaferlum í nokkrum ríkjum vegna meints kosningasvindls.

Skipting kjörmannanna, 306-232, er sú sama og í forsetakosningunum fyrir fjórum árum en þá var það Trump sem hlaut 306 kjörmenn en mótframbjóðandinn, Hillary Clinton, 232.

Í flestum ríkjum voru niðurstöðurnar þær sömu og fyrir fjórum árum. Biden tókst þó að snúa fimm ríkjum sér í vil: Arizona, Georgíu, Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin en þau ríki hafa á að skipa 73 kjörmönnum. Trump tókst aftur á móti ekki að bæta við sig neinu ríki frá því síðast.

Hér að neðan má sjá þau ríki sem hvor frambjóðandi vann: 

Trump (232 kjörmenn):

Alabama (9)

Alaska (3)

Arkansas (6)

Flórída (29) 

Idaho (4)

Indíana (11)

Iowa (6)

Kansas (6)

Kentucky (8)

Louisiana (8)

Maine (1 af 4)

Missisippi (6)

Missouri (10)

Montana (3)

Nebraska (4 af 5)

Norður-Dakóta (3)

Norður-Karólína (15)

Ohio (18)

Oklahoma (7)

Suður-Karólína (9)

Suður-Dakóta (3)

Tennessee (11)

Texas (38)

Utah (6)

Vestur-Virginía (5)

Wyoming (3)

Biden (306 kjörmenn):

Arizona (11)

Kalifornía (55)

Colorado (9)

Connecticut (7)

Delaware (3)

Georgía (16)

Hawaii (4)

Illinois (20)

Maine (3 af 4)

Maryland (10)

Massachusetts (11)

Michigan (10)

Minnesota (10)

Nebraska (1 af 5)

Nevada (6)

New Jersey (14)

New Hampshire (4)

Nýja-Mexíkó (5)

New York (29)

Oregon (7)

Pennsylvanía (20)

Rhode Island (4)

Vermont (3)

Virginía (13)

Washington D.C. (3)

Washington-ríki (12)

Wisconsin (10)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert