Herða takmarkanir víða í Evrópu

Kurz ásamt öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar í dag.
Kurz ásamt öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar í dag. AFP

Nýjar takmarkanir til að hefta útbreiðslu faraldurs kórónuveirunnar voru ýmist kynntar eða tóku gildi í Austurríki, Grikklandi, Ítalíu og Portúgal í dag.

Fleiri en 53 milljón smit hafa nú verið staðfest á heimsvísu og áfram heldur faraldurinn að stinga sér niður beggja vegna Atlantshafsins.

Stjórnvöld í Austurríki hafa brugðist við með því að tilkynna í dag að skólum og verslunum sem ekki selja nauðsynjar verði lokað frá og með þriðjudegi, aðeins tveimur vikum eftir að gripið var til vægari takmarkana.

Geta ekki rakið 77% smita

„Það eru enn margir sem segja að smit eigi sér ekki stað í skólum, í verslunum eða í þjónustu,“ sagði kanslarinn Sebastian Kurz á blaðamannafundi.

„En sannleikurinn er sá að yfirvöld geta ekki lengur rakið 77% nýrra smita, sem þýðir að þau vita ekki lengur hvar smitin eiga sér stað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert