Johnson vill græna iðnbyltingu

Johnson leggur til að sala nýrra bensín- og dísilbíla verði …
Johnson leggur til að sala nýrra bensín- og dísilbíla verði bönnuð árið 2030. AFP

Bor­is John­son for­sæt­is­ráðherra Bret­lands hef­ur lagt fram áætl­un þar sem hann stefn­ir að því að koma af stað grænni iðnbylt­ingu. Legg­ur John­son meðal ann­ars til bann við sölu á nýj­um bens­ín- og dísil­bíl­um árið 2030 og aðgerðir varðandi föng­un kol­efn­is. 

Þess­ar tíu aðgerðir eru stik­ur í átt að veg­ferð Bret­lands að kol­efn­is­hlut­leysi 2050, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá breska sendi­ráðinu.

Rík­is­stjórn Bret­lands muni verja tólf millj­örðum punda, eða ríf­lega 2.000 millj­örðum ís­lenskra króna, í áætl­un­ina sem gert er ráð fyr­ir að skapi allt að 250 þúsund störf.

Öll ríki heims verði að grípa til aðgerða

„Þrátt fyr­ir að þetta ár hafi tekið óvænta stefnu, lít­ur Bret­land til framtíðar og ætl­ar að grípa tæki­færi til að tryggja græna end­ur­reisn,“ er haft eft­ir for­sæt­is­ráðherr­an­um í til­kynn­ing­unni. 

„End­ur­reisn plán­et­unn­ar okk­ar og efna­hags­kerfa verða að fylgj­ast að. Nú, þegar við und­ir­bú­um COP26 lofts­lags­ráðstefn­una á næsta ári, set ég fram metnaðarfulla áætl­un til að tryggja græna iðnbylt­ingu, sem mun gjör­breyta lifnaðar­hátt­um okk­ar hér í Bretlandi.

Við stönd­um frammi fyr­ir sam­eig­in­legri áskor­un – öll ríki heims verða að grípa til aðgerða til að tryggja framtíð barna okk­ar, barna­barna og framtíðarkyn­slóða.“

Hjól­reiðar og ganga verði aðlaðandi ferðamáti

Áætl­un­inni er ýtt úr vör í aðdrag­anda fund­ar leiðtoga ríkja, þar sem gert er ráð fyr­ir að þau kynni metnaðarfyllri áætlan­ir í lofts­lags­mál­um, 12. des­em­ber, og svo for­mennsku Breta á lofts­lags­ráðstefn­unni COP26 á næsta ári. 

Aðgerðirn­ar tíu eru sagðar byggja á styrk­leik­um Bret­lands og eru tí­undaðar á eft­ir­far­andi hátt:

  1. Vindorka á hafi: fram­leiða nægi­lega mikla vindorku til að sjá öll­um bresk­um heim­il­um fyr­ir orku, með því að fjór­falda fram­leiðslu upp í 40GW fyr­ir 2030 og skapa þar með 60 þúsund störf.
  2. Vetni: vinna náið með fyr­ir­tækj­um við að skapa 5GW af hreinni orku í formi vetn­is fyr­ir árið 2030. Vetni væri ætlað iðnaði, sam­göng­um, orku og heim­il­um. Stefnt er að því að tryggja að fyrsti bær­inn sem verði séð fyr­ir orku að öllu leyti með vetni verði að veru­leika fyr­ir 2030. 
  3. Kjarn­orka: tryggja áfram­hald­andi notk­un á kjarn­orku sem græn­um orku­gjafa bæði með fram­leiðslu á kjarn­orku á stór­um skala og einnig með minni kjarna­kljúfa. Alls er gert ráð fyr­ir að skapa um 10 þúsund störf. 
  4. Raf­bíl­ar: leggja bann á sölu á nýj­um bens­ín- og dísel­bíl­um og flutn­inga­bíl­um árið 2030 – tíu árum fyrr en áætlað var – tvinn­bíl­ar fylgja í kjöl­farið árið 2035. Stefnt er að því að gjör­breyta innviðum Bret­lands til að koma til móts við raf­bíla. Bret­land ger­ir ráð fyr­ir að verða fyrsta G7 ríkið til að gera vega­sam­göng­ur að öllu leyti græn­ar.  
  5. Al­menn­ings­sam­göng­ur, hjól­reiðar og ganga: hjól­reiðar og ganga verði aðlaðandi sam­göngu­máti. Áfram­hald­andi fjár­fest­ing í hrein­um al­menn­ings­sam­göng­um framtíðar­inn­ar.  
  6. Grænni flug og sigl­ing­ar: styðja iðnað sem erfiðara er að grænka til að taka skrefið í átt að sjálf­bær­ari framtíð með rann­sókn­ar­verk­efn­um á flugi og sigl­ing­um sem menga ekki. 
  7. Heim­ili og op­in­ber­ar bygg­ing­ar: gera heim­ili fólks, skóla og spít­ala, grænni, hlýrri og ork­u­nýtn­ari og skapa sam­tím­is 50 þúsund störf fyr­ir 2030, með það að mark­miði að setja upp 600 þúsund varma­dæl­ur á hverju ári til 2028. 
  8. Kol­efn­is­föng­un: Bret­land stefn­ir að því að verða leiðandi í tækniþróun á föng­un og geymslu meng­andi los­un­ar með það að mark­miði að fjar­lægja 10MT af kol­efni úr and­rúms­loft­inu fyr­ir 2030.
  9. Nátt­úra: vernda og end­ur­heimta nátt­úru­legt um­hverfi með því að planta 30 þúsund hektör­um trjáa á ári hverju og skapa þar með þúsund­ir starfa. 
  10. Ný­sköp­un og fjár­magn: þróa tækni­lausn­ir í fremstu röð til að ná þess­um mark­miðum og gera Lund­ún­ir að leiðandi í grænni fjár­mögn­un. 

Frek­ari upp­lýs­ing­ar má nálg­ast hér.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert