Málsókn eftir málsókn hefur engu áorkað

Framboð Donalds Trump hefur höfðað fjölda málsókna.
Framboð Donalds Trump hefur höfðað fjölda málsókna. AFP

Þrátt fyr­ir að sér­fræðing­ar séu á einu máli um að nán­ast eng­ar lík­ur séu á því að mála­rekst­ur Don­alds Trumps frá­far­andi for­seta Banda­ríkj­anna og lög­manna hans komi til með að hafa áhrif á niður­stöðu banda­rísku for­seta­kosn­ing­anna virðist mála­rekst­ur­inn ekki af baki dott­inn. Enn eiga dóm­stól­ar eft­ir að taka nokk­ur mál fyr­ir. 

Í heild hafa verið höfðuð um 30 dóms­mál auk þess sem fjöldi at­huga­semda um fram­kvæmd kosn­ing­anna hafa verið gerðar. Þrátt fyr­ir að mörg­um þeirra hafi þegar verið vísað frá eru enn mál sem eft­ir á að út­kljá í þeim ríkj­um þar sem mun­ur­inn reynd­ist hvað minnst­ur í kosn­ing­un­um.

Það er í Arizona, Georgíu, Michigan, Nevada, Penn­sylvan­ía og Wiscons­in.

Í Arizona eru re­públi­kan­ar að reyna að hindra að kosn­inga­úr­slit­in fái eins kon­ar loka­vott­un í fjöl­menn­ustu sýslu rík­is­ins, Maricopa. Vill fram­boð Trumps að dóm­stól­ar taki fyrst af­stöðu til kröfu fram­boðsins um að ný hand­taln­ing at­kvæða fari fram. Þegar hef­ur farið fram skoðun á áreiðan­leika at­kvæða. Ekki komu fram nein­ar vís­bend­ing­ar um mis­ræmi í þeirri skoðun. 

Dóm­stóll hef­ur þegar vísað frá öðru máli sem lög­menn Trump höfðuðu í rík­inu.

Í Georgíu hafa re­públi­kan­ar höfðað mál sem byggt er á því að kröf­um um meðhöndl­un utan­kjör­fund­ar­at­kvæða hafi ekki verið sinnt. Þannig hafi ekki verið farið eft­ir ströngustu regl­um um yf­ir­ferð und­ir­skrifta í póst­kosn­ing­un­um.

Repúblikanar hafa gert ótal athugasemdir við atkvæði sem greidd voru …
Re­públi­kan­ar hafa gert ótal at­huga­semd­ir við at­kvæði sem greidd voru með póst­kosn­ingu þó án þess að hafa kom­ist nokkuð áleiðis í dóm­söl­um enn. AFP

Á þriðju­dag mun dóm­stóll taka af­stöðu til þess hvort krafa re­públi­kana um bíða með loka­vott­un kosn­ing­anna fái efn­is­lega meðferð eða hvort mál­inu verði vísað frá.

Í Michigan hef­ur því verið haldið fram af re­públi­k­un­um að kosn­inga­full­trú­ar rík­is­ins hafi leyft „svindli“ að viðgang­ast í taln­ingu. Í fram­hald­inu var einnig lögð fram lög­sókn sem byggði á því að bíða með að votta kosn­ing­ar þar til búið væri að rann­saka þess­ar ásak­an­ir.

Dóm­stóll í Detroit hef­ur þegar vísað mál­sókn­um frá með svipuðum ás­kök­un­um. Rík­is­dóm­stóll er hins veg­ar ekki bú­inn að taka af­stöðu til þess hvort mál­in fái efn­is­lega meðferð eða verði vísað frá. 

Í Nevada hef­ur fram­boð Trumps farið fram á að kosn­ing­arn­ar verði ógild­ar í heild sinni þar sem „ólög­leg“ at­kvæði hafi verið gef­in. Einnig að skanni sem notaður var til að skanna und­ir­skrift­ir kjör­seðla hafi ekki mætt kröf­um rík­is­ins.

Dóm­stóll hef­ur ekki tekið af­stöðu til mál­sókn­anna.

Í Penn­sylvan­íu held­ur fram­boð Trumps því fram að kjós­end­um hafi verið heim­ilt að laga kjör­seðla sem bár­ust með utan­kjör­fund­ar­at­kvæðum eft­ir að at­kvæði voru greidd. Öðrum kosti hefðu kjör­seðlarn­ir verið dæmd­ir ógild­ir. Þau at­kvæði sem málið snýst um eru sögð langt frá þeim 80 þúsund at­kvæða fjölda sem mun­ur­inn á Biden og Trump reynd­ist að lok­um.

Rudy Giuliani ásakar kjósendur um að hafa kosið tvisvar í …
Rudy Giuli­ani ásak­ar kjós­end­ur um að hafa kosið tvisvar í Penn­sylvan­íu. AFP

Rudy Giuli­ani, lögmaður Trump tók málið að sér þegar aðrir lög­menn vísuðu því frá sér og flutti fyr­ir dóm­stól­um. Er þetta í fysta skipti sem Giuli­ani flyt­ur mál síðan 1990. Í mál­flutn­ingi sín­um, sem fram fór í dag, fór Giuli­ani mik­inn og setti fram sam­særis­kenn­ingu um að demó­krat­ar hafi stolið kosn­ing­un­um. Ekki hef­ur fallið dóm­ur í mál­inu.

Í Wiscons­in hef­ur fram­boð Trump beðið um end­urtaln­ingu í Milwaukee og Madi­son sem eru sýsl­ur þar sem fylgi demó­krata hef­ur alla jafna reynst mikið. Er því haldið fram af mönn­um Trumps að utan­kjör­fund­ar­at­kvæðum hafi verið breytt og kosn­inga­full­trú­ar hafi ekki farið eft­ir kosn­inga­lög­um. End­urtaln­ing­in hefst á morg­un en kosn­inga­full­trú­ar segja ekk­ert styðja ásak­an­irn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert