Íbúar belgísku borgarinnar Liege eru í áfalli eftir að eigandi hárgreiðslustofu, Alysson Jadin, 24 ára, framdi sjálfsvíg á mánudag.
Jadin sagðist ekki geta ráðið við fjárhagslegt tap sem hún varð fyrir þegar stofunni var lokað vegna hertra sóttvarnareglna. Jadin hafði sett allt sitt sparifé í að stofna stofuna í ágúst. Íbúar eru ævareiðir yfir því að henni hafi verið synjað um aðstoð af hálfu yfirvalda en Jadin bauð öllum þeim sem höfðu smitast af Covid-19 upp á ókeypis klippingu í sumar.