Löfven: Mjög erfitt en nauðsynlegt

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. AFP

Stef­an Löf­ven, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, var þung­bú­inn er hann ávarpaði sænsku þjóðina í rík­is­sjón­varp­inu í kvöld. Boðskap­ur hans var sá sami og liðna daga: Af­lýsið viðburðum, ekki safn­ast sam­an og haldið ykk­ur heima.

Löf­ven minnti á að 6.000 manns hafa lát­ist í Svíþjóð af völd­um kór­ónu­veirunn­ar og ástandið væri al­var­legt. „Því vil ég biðja ykk­ur um nokkuð mjög erfitt, en nauðsyn­legt,“ sagði Löf­ven. „Það sem við ger­um nú mun hafa áhrif á hvernig jóla­haldið get­ur orðið og eins hverj­ir verða enn með okk­ur um jól­in. Þetta kann að hljóma harka­lega, en þetta er ná­kvæm­lega jafn­harka­legt og raun­veru­leik­inn er.“

Svíþjóð stend­ur frammi fyr­ir áskor­un

Þrátt fyr­ir að ástandið sé slæmt reyndi Löf­ven að blása þjóðinni kjarki í brjóst og sagði að þeir sem bara sæju myrkrið skyldu reyna að hafa trú á getu sam­fé­lags­ins til að standa af sér krís­una.

„Svíþjóð stend­ur frammi fyr­ir áskor­un, en Svíþjóð mun tak­ast að standa hana af sér. Heil­brigðisþjón­ust­an virk­ar, þrátt fyr­ir allt. Hús og veg­ir eru í bygg­ingu, þrátt fyr­ir allt. Börn­in okk­ar fá mennt­un, þrátt fyr­ir allt. Við skul­um taka ástand­inu al­var­lega, en við skul­um gera það með festu og trú.“

Sögu­legt ávarp

Sótt­varn­a­regl­ur í Svíþjóð hafa ekki verið jafn­h­arðar og víða ann­ars staðar. Ýmis starf­semi er enn leyfð þótt stjórn­völd mæl­ist ein­dregið til þess að fólk haldi sig heima. Nú á þriðju­dag tek­ur átta manna sam­komu­bann gildi í land­inu, en það gild­ir þó ein­göngu á til­tekn­um op­in­ber­um stöðum, svo sem íþótta- og menn­ing­ar­viðburðum, tón­leik­um og mót­mæl­um.

Ekk­ert bann er við því að safn­ast sam­an á heim­il­um, en með ræðunni og orðum sín­um síðustu daga hef­ur Löf­ven viljað leggja áherslu á hve al­var­legt ástandið er og hveja fólk til að halda sig heima.

Ávarpið þykir því til marks um al­var­lega stöðu í land­inu. Aðeins þris­var áður hef­ur for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar haldið sjón­varps­ávarp utan hefðbund­ins jóla­ávarps. Síðast var það í mars, einnig vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins, en þar áður árið 2003 eft­ir að Anna Lindh ut­an­rík­is­ráðherra var myrt í Stokk­hólmi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert