Stóraukið ofbeldi gegn konum í faraldrinum

Frá miðstöð í Aþenu í Grikklandi sem konur sem verða …
Frá miðstöð í Aþenu í Grikklandi sem konur sem verða fyrir ofbeldi geta leitað til. AFP

Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hef­ur orðið til þess að of­beldi gegn kon­um hef­ur auk­ist úti um all­an heim. Nauðgun­um hef­ur fjölgað í Níg­er­íu og Suður-Afr­íku, fleiri kon­ur hafa horfið í Perú, kon­ur eru drepn­ar í aukn­um mæli í Bras­il­íu og Mexí­kó og of­beldið hef­ur auk­ist víða um Evr­ópu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sam­einuðu þjóðunum sem voru birt­ar seint í sept­em­ber leiddi út­göngu­bann til þess að kvart­an­ir eða sím­hring­ing­ar vegna heim­il­isof­beld­is juk­ust um 25% í Arg­entínu, 30% á Kýp­ur og í Frakklandi og 33% í Singa­púr.

Í næst­um öll­um lönd­un­um leiddu aðgerðir til að draga úr út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar til þess að kon­ur og börn voru föst heima hjá sér. „Húsið er hættu­leg­asti staður­inn fyr­ir kon­ur,“ sögðu sam­tök í Mar­okkó í apríl er þau settu þrýst­ing á stjórn­völd og óskuðu efir „neyðaraðgerðum“.

Sparkaði henni út af heim­il­inu

Á Indlandi, leið Helenu (sem er ekki henn­ar rétta nafn) 33 ára kokki sem býr í Mumbai, eins og hún væri föst á heim­il­inu sínu með eig­in­manni sem var ekki í vinnu, sem notaði eit­ur­lyf og var of­beld­is­full­ur.

Þegar hún lýsti því sem hún hafði gengið í gegn­um fór hún hvað eft­ir annað að gráta. Eft­ir að hann hafði keypt eit­ur­lyf „eyddi hann af­gang­in­um af deg­in­um annað hvort upp­tek­inn í sím­an­um sín­um að spila PubG eða að lemja mig og mis­nota mig,“ sagði hún í símaviðtali við AFP.

Frá miðstöðinni í Grikklandi fyrir konur sem hafa orðið fyrir …
Frá miðstöðinni í Grikklandi fyr­ir kon­ur sem hafa orðið fyr­ir of­beldi. AFP

Hinn 5. ág­úst lamdi eig­inmaður­inn hana verr en nokkru sinni fyrr, fyr­ir fram­an sjö ára son þeirra, og henti henni út úr hús­inu um miðja nótt. „Ég gat ekki farið neitt,“ sagði hún. „Ég gat varla hreyft mig. Hann lamdi mig illa og lík­am­inn minn var bólg­inn.“

Í stað þess að fara til lög­regl­unn­ar komst Helena á heim­ili vin­ar síns og síðan til for­eldra sinna. Hún er núna að berj­ast um for­ræðið yfir syni sín­um „en dóms­kerfið starfar ekki að fullu vegna Covid.“ Hún hef­ur ekki séð son sinn í fjóra mánuði en hann nær þó að laum­ast til að hringja í hana ein­staka sinn­um.

Fá lönd hafa gripið til aðgerða

Að sögn Sam­einuðu þjóðanna hef­ur aðeins eitt land af hverj­um átta um víða ver­öld gripið til aðgerða til að draga úr áhrif­um far­ald­urs­ins á kon­ur og börn.

Á Spáni geta fórn­ar­lömb beðið í leyni um aðstoð í apó­tek­um með því að nota kóðann „mask-19, og sum frönsk fé­laga­sam­tök hafa komið á fót sam­skipta­leiðum í stór­mörkuðum.

Dag­ur gegn of­beldi í garð kvenna

Alþjóðleg­ur dag­ur gegn of­beldi í garð kvenna er á miðviku­dag­inn en óvíst er hvort hægt verður að vekja at­hygli á hon­um með hefðbundn­um hætti vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Ný­lega hafa þó mót­mæla­göng­ur verið haldn­ar á Kosta-Ríka, í Gvatemala, Líb­eríu, Namib­íu og Rúm­en­íu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert