Macron í uppnámi vegna barsmíða

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP

Emmanuel Macron, forseti Frakklands er  „í miklu uppnámi“ vegna myndskeiðs af barsmíðum lögreglunnar í París á svörtum upptökustjóra.

AFP-fréttastofan greinir frá þessu. 

Macron átti viðræður í gær við Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, vegna harðari refsinga yfir þeim sem lömdu Michel Zecler um síðustu helgi.

Nokkr­um lög­reglu­mönn­um hef­ur verið vikið frá vegna rann­sókn­ar á mál­inu en meðal þeirra sem hafa for­dæmt aðgerðir lög­reglu eru knatt­spyrnu­hetj­ur Frakk­lands, liðsmenn karla­landsliðsins í knatt­spyrnu sem urðu heims­meist­ar­ar árið 2018.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert