Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, brákaði bein í fæti er hann rann til þegar hann var að leika við hundinn sinn. Hann mun líklega þurfa á göngugifsi að halda næstu vikurnar.
Biden sneri sig á ökkla á laugardaginn er hann var úti að leika með Major, öðrum af tveimur hundum sínum.
Læknir verðandi forsetans, Kevin O´Connor, sagði að upphaflega hefðu ekki sést augljós merki um brákað bein í myndgreiningu. Við nánari athugun komu í ljós minniháttar meiðsli.
Biden twists ankle while playing with dog Major https://t.co/RsIbNn6q6G
— The Washington Post (@washingtonpost) November 29, 2020
Biden-hjónin tóku Major í fóstur árið 2018 en hinn hundurinn, Champ, hefur verið með fjölskyldunni frá árinu 2008.
Biden, sem varð 78 ára fyrr í þessum mánuði, verður elsti Bandaríkjaforsetinn þegar hann verður vígður inn í embættið 20. janúar á næsta ári.