Ryanair gerði stórinnkaup á 737 MAX-vélum

Boeing 737-vél frá Ryanair á Fiumicino-flugvellinum í Róm í fyrra.
Boeing 737-vél frá Ryanair á Fiumicino-flugvellinum í Róm í fyrra. AFP

Hlutabréf í Boeing hækkuðu í dag eftir að Ryanair staðfesti stórinnkaup á Boeing 737 MAX-vélum. Samningur írska flugfélagsins hljóðar upp á 75 flugvélar. Þetta er fyrsta stóra pöntunin á 737 MAX síðan ákveðið var að leggja öllum slíkum vélum í tuttugu mánuði eftir tvö mannskæð flugslys.

Þessar fréttir, ásamt vel heppnuðu prufuflugi hjá American Airlines, urðu til þess að hlutabréf í flugvélaframleiðandanum Boeing hækkuðu um sex prósentustig. Eftir að flughæfnisvottorð fékkst frá bandarískum flugmálayfirvöldum í síðustu mánuði styttist í að vélarnar fari aftur í loftið.

Icelandair gerir ráð fyrir því að MAX-vélarnar verði hluti af áætlun flugfélagsins næsta vor, að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group. 

Boeing 737-MAX-vél­arn­ar hafa staðið kyrr­sett­ar um heim all­an frá því í mars í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert