Mótmæli gegn Lúkasjenkó halda áfram

Lögreglan hefur reynt að stöðva mótmæli.
Lögreglan hefur reynt að stöðva mótmæli. AFP

Þúsundir mótmælenda kröfðust afsagnar Al­ex­and­ers Lúka­sj­en­kós for­seta Hvíta-Rússlands í höfuðborg landsins Minsk í dag. Mótmælin hafa verið vikuleg, en gríðarleg óánægja hefur verið í landinu eftir meint kosningasvik forsetans. 

Kosningarnar voru haldnar snemma í ágústmánuði og ekkert lát virðist á mótmælunum. Í dag voru ríflega 100 manns handteknir af lögreglu í mótmælum þar sem þess var krafist að forsetinn færi frá völdum hið snarasta. 

Hefur verið við völd í 26 ár

Lúkasjenkó hefur reynt að nota lögregluna til að tvístra mótmælendum, en afar illa hefur gengið að lægja öldurnar í landinu. Hann hefur verið við völd í landinu í um 26 ár. Hefur hann sakað vesturlönd um að standa fyrir mótmælunum. 

Herbifreiðar voru á götum Minsk í dag auk þess sem fjöldi óeinkennisklæddra hermanna handtók fólk sem tók þátt í mótmælunum. Myndir og myndbönd af atvikunum hafa birst á samfélagsmiðlum í dag. 

Frá mótmælum í landinu.
Frá mótmælum í landinu. AFP
Hermenn og lögreglumenn reyndu að tvístra mótmælendum.
Hermenn og lögreglumenn reyndu að tvístra mótmælendum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert