Segir ekki tímabært að bólusetja í Þýskalandi

Fólk bíður þess að komast í skimun fyrir veirusmiti í …
Fólk bíður þess að komast í skimun fyrir veirusmiti í Berlín á föstudag. AFP

Ludwig Wolf-Dieter, formaður lyfja­nefnd­ar lækna­sam­taka Þýska­lands, tel­ur bólu­efni Bi­oNTech og Moderna ekki full­rann­sakað. Hann seg­ir mörg­um mik­il­væg­um spurn­ing­um enn ósvarað, einkum þeim sem varða fólk í áhættu­hópi.

Hann á ekki von á að hefja bólu­setn­ingu í des­em­ber í Þýskalandi. Þetta kem­ur fram í viðtali í Die Welt.

Áður hef­ur Al­ex­and­er Kek­ulé, einn helsti veiru­sér­fræðing­ur Þýska­lands, lýst því yfir að hann sé ekki til­bú­inn að láta bólu­setja sig að svo stöddu.

Wolf-Dieter seg­ist í viðtal­inu vera sam­mála Kek­ulé að þessu leiti. Vegna ald­urs sé hann ekki til­bú­inn að láta bólu­setja sig fyrr en niður­stöður klín­ískra rann­sókna á bólu­efn­un­um verði birt­ar.

Tveir háttsettir læknar í Þýskalandi hafa sagt að þeir telji …
Tveir hátt­sett­ir lækn­ar í Þýskalandi hafa sagt að þeir telji ekki tíma­bært að hefja bólu­setn­ingu í land­inu. AFP

Vill vita um áhættu­hópa

Hann seg­ist vilja sjá hvaða ald­urs­hóp­ar hafi verið prófaðir og hvaða auka­verk­an­ir hafi komið upp hjá ein­stök­um hóp­um. Þá seg­ir hann mik­il­vægt að sjá hve lengi ónæmið var­ir og hvort bólu­efni hafi áhrif á ónæmi gagn­vart öðrum sjúk­dóm­um á borð við stíf­krampa, barna­veiki og kíg­hósta.

Mennta- og rann­sókn­ar­málaráðherra Þýska­lands, Anja Karliczek, hef­ur sagt bólu­efnið ör­uggt og að eng­inn þurfi að hafa áhyggj­ur. Aðspurður seg­ir Wolf-Dieter um­mæli henn­ar svo­lítið óvar­leg.

Það megi segja að ekki séu nein­ar vís­bend­ing­ar um al­var­leg­ar auka­verk­an­ir en ekki sé vitað til þess hvort að fólk í áhættu­hópi hafi verið prófað. Hann bæt­ir svo við að eðli­lega sé ekki held­ur hægt að segja til um lang­tíma­auka­verk­an­ir held­ur. 

Vildi ekki bólu­setja við svínaflensu

Ludwig Wolf-Dieter mælti ekki með bólu­setn­ingu við svínaflens­unni árið 2009. Hann seg­ir ástandið í dag ekki sam­bæri­legt við árið 2009.

Tekið skal fram að Wolf-Dieter fagn­ar því að fram séu kom­in bólu­efni sem prófað hef­ur verið á fjölda fólks svo fljótt. Hann gagn­rýn­ir þó skort á gagn­sæi varðandi gögn í klín­ísk­um rann­sókn­um og seg­ir lækna ekki geta ráðlagt sjúk­ling­um án aðgengi að gögn­un­um.

Hann legg­ur áherslu á að frétta­til­kynn­ing­ar frá fram­leiðend­um bólu­efna geti ekki komið í stað frum­gagna. Til­kynn­ing­ar fram­leiðenda á virkni bólu­efna hafi minnt á upp­boð.

Bi­oNTech hefði þannig lofað 90% virkni, þá hafi Moderna komið og lofað 94% virkni. Dag­inn eft­ir hafi Bi­oNTech lofað 95% virkni. Hann hefði kosið að fá að vita hvað væri á bak við töl­urn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert