YouTube tilkynnti í dag að ekki væri lengur leyfilegt að birta myndskeið á veitunni þar sem því er haldið fram að kosningasvindl hafi verið framið í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.
Í tilkynningu frá YouTube segir að búið sé að lýsa Joe Biden sigurvegara kosninganna í nægilega mörgum ríkjum svo niðurstaðin geti talist viðurkennd og opinber.
Gagnrýnendur hafa lengi kallað eftir því að YouTube, sem er í eigu Google, láti ekki myndskeið sem dreifi villandi upplýsingum um niðurstöður kosninganna standa.
Frá og með deginum í dag verða öll ný myndbönd þar sem samsæriskenningum um kosningarnar er haldið á lofti tekin niður af YouTube, að því er fram kemur í tilkynningu.