Hjúkrunarfræðingur fékk fyrstu bólusetninguna

Byrjað er að bólusetja í Bretlandi og í Bandaríkjunum.
Byrjað er að bólusetja í Bretlandi og í Bandaríkjunum. AFP

Sandra Lindsay, hjúkrunarfræðingur í New York, varð sú fyrsta til að fá bólusetningu við kórónuveirunni í Bandaríkjunum í dag.

Sjónvarpsstöðvar sýndu beint frá því þegar bóluefninu var sprautað í Lindsay á tíunda tímanum á austurströndinni í morgun, eða um klukkan hálf þrjú eftir hádegi að íslenskum tíma.

„Ég vona að þetta marki upphafið á enda þessa mjög sársaukafulla tímabils í sögu okkar. Ég vil hjálpa fólki að treysta því að bóluefnið er öruggt,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn við þetta tilefni.

„Við erum í heimsfaraldri svo við þurfum öll að leggja okkar af mörkum.“

Donald Trump Bandaríkjaforseti óskar Bandaríkjunum og heiminum öllum til hamingju með þennan áfanga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert