Sandra Lindsay, hjúkrunarfræðingur í New York, varð sú fyrsta til að fá bólusetningu við kórónuveirunni í Bandaríkjunum í dag.
Sjónvarpsstöðvar sýndu beint frá því þegar bóluefninu var sprautað í Lindsay á tíunda tímanum á austurströndinni í morgun, eða um klukkan hálf þrjú eftir hádegi að íslenskum tíma.
„Ég vona að þetta marki upphafið á enda þessa mjög sársaukafulla tímabils í sögu okkar. Ég vil hjálpa fólki að treysta því að bóluefnið er öruggt,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn við þetta tilefni.
„Við erum í heimsfaraldri svo við þurfum öll að leggja okkar af mörkum.“
Donald Trump Bandaríkjaforseti óskar Bandaríkjunum og heiminum öllum til hamingju með þennan áfanga.
First Vaccine Administered. Congratulations USA! Congratulations WORLD!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 14, 2020