Jólasveinninn er ónæmur fyrir kórónuveirunni og því er alveg óhætt fyrir hann að koma til byggða og gefa börnum gjafir. Þetta segir fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).
Maria Van Kerkhove hjá WHO segist líka aðspurð skilja áhyggjur barna um heim allan sem hafa áhyggjur af því að Jólasveinninn sé í áhættuhópi; of þungur og háaldraður. Það sé hins vegar ekkert að óttast þar sem hann er með mótefni. Hann þarf þó ennþá að spritta sig vel og þvo sér oft um hendurnar þar sem hann getur borið veiruna með sér á höndunum.
Maria sagði að WHO hafi átt spjall við jólasveininn um hátíðahald á tímum kórónuveirunnar. Jólasveinninn var mjög upptekinn, eins og gefur að skilja, en þrátt fyrir það var hann meðvitaður um mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna.