Jólasveinninn er með mótefni

Jólasveinninn notar grímu þrátt fyrir að vera ónæmur fyrir kórónuveirunni. …
Jólasveinninn notar grímu þrátt fyrir að vera ónæmur fyrir kórónuveirunni. Það gerir hann til að minna aðra á að nota andlitsgírmu. AFP

Jóla­sveinn­inn er ónæm­ur fyr­ir kór­ónu­veirunni og því er al­veg óhætt fyr­ir hann að koma til byggða og gefa börn­um gjaf­ir. Þetta seg­ir full­trúi Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar (WHO). 

Maria Van Kerk­ho­ve hjá WHO seg­ist líka aðspurð skilja áhyggj­ur barna um heim all­an sem hafa áhyggj­ur af því að Jóla­sveinn­inn sé í áhættu­hópi; of þung­ur og háaldraður. Það sé hins veg­ar ekk­ert að ótt­ast þar sem hann er með mót­efni. Hann þarf þó ennþá að spritta sig vel og þvo sér oft um hend­urn­ar þar sem hann get­ur borið veiruna með sér á hönd­un­um. 

Maria sagði að WHO hafi átt spjall við jóla­svein­inn um hátíðahald á tím­um kór­ónu­veirunn­ar. Jóla­sveinn­inn var mjög upp­tek­inn, eins og gef­ur að skilja, en þrátt fyr­ir það var hann meðvitaður um mik­il­vægi ein­stak­lings­bund­inna sótt­varna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert