Varaforsetahjónin láta bólusetja sig

Mike og Karen Pence, varaforsetahjón Bandaríkjanna.
Mike og Karen Pence, varaforsetahjón Bandaríkjanna. AFP

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Karen eiginkona hans, ætla að láta bólusetja sig á föstudaginn. Sýnt verður opinberlega frá bólusetningunni, og er henni meðal annars ætlað að auka traust Bandaríkjamanna á virkni bóluefnisins. 

Í tilkynningu Hvíta hússins sagði að varaforsetahjónin myndu láta bólusetja sig til þess að sýna fram á öryggi og virkni efnisins, og auka þannig traust bandarísku þjóðarinnar á bóluefninu. 

Viðburðurinn mun fara fram í Hvíta húsinu, en Bandaríkjamenn hófu í vikunni bólusetningarherferð með bóluefni Pfizers og BioNTech, en vonir eru bundnar við að bólusetningin geti bundið enda á heimsfaraldurinn. Um 300.000 Bandaríkjamenn hafa þegar látist af völdum kórónuveirunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert