Yfirfullar gjörgæslur og smitmet

Ekki verður heimilt að njóta jólaljósanna í París útivið frá …
Ekki verður heimilt að njóta jólaljósanna í París útivið frá klukkan 20 til klukkan 6 að morgni þangað til á næsta ári. AFP

Hert­ar sótt­varn­a­regl­ur taka gildi í nokkr­um ríkj­um Evr­ópu í dag og gilda þær fram á næsta ár. Nýtt smit­met var sett í Banda­ríkj­un­um í gær. 

Öllum versl­un­um nema mat­vöru- og lyfja­versl­un­um var lokað í Þýskalandi í dag og hið sama á við um skóla lands­ins. Staðan er svipuð á Englandi en þar hafa regl­ur verið hert­ar til muna að nýju. Í Dan­mörku hef­ur verið ákveðið að fram­lengja gild­is­tíma hertra reglna. Staðfest voru tæp­lega 23.500 ný smit í Þýskalandi í gær og 952 dauðsföll af völd­um Covid-19. 

AFP

Í Þýskalandi verður bönk­um heim­ilt að hafa opið en veit­ingastaðir, bar­ir og afþrey­ing af öllu tagi er lokuð. Hár­greiðslu­stof­ur eru lokaðar og eins er bannað að drekka áfengi á al­manna­færi. 

Í gær var greint frá því að það stytt­ist í bólu­efni Moderna á sama tíma og stór hluti íbúa fá­tækra ríkja heims verður vænt­an­lega ekki bólu­sett­ur fyrr en árið 2022. 

„Það er mjög gott að við erum að loka versl­un­um, þetta er gert fyr­ir heilsu okk­ar. Við get­um ekki beðið þangað til allt hrin­ur,“ seg­ir viðskipta­vin­ur í versl­un sem AFP-frétta­stof­an ræddi við í Berlín í gær­kvöldi. Mjög marg­ir voru í versl­un­um borg­ar­inn­ar í gær­kvöldi að reyna að ljúka jóla­gjafa­kaup­um. 

Verslanir eru lokaðar í Amsterdam en sölubásar eru enn opnir …
Versl­an­ir eru lokaðar í Amster­dam en sölu­bás­ar eru enn opn­ir á Al­bert Cuyp markaðnum. AFP

Mikl­ar lík­ur eru á að Lyfja­stofn­un Evr­ópu veiti bólu­efni Pfizer-Bi­oNTech markaðsleyfi fyr­ir jól en þýsk yf­ir­völd hafa þrýst mjög á að það verði gert. Bret­ar eru þegar byrjaðir að bólu­setja en það breyt­ir því ekki að nýj­um smit­um fjölg­ar á ógn­ar­hraða, ekki síst í stór­borg­um eins og London. Því hafa yf­ir­völd neyðst til þess að skella í lás á ýms­um stöðum. Svo sem bör­um, veit­inga­stöðum og kaffi­hús­um. Aðeins er heim­ilt að selja mat til að taka með sér eða senda heim. 

AFP

Hol­lend­ing­ar, Frakk­ar og Tyrk­ir hafa einnig ákveðið að herða sótt­varn­a­regl­ur og gilda þær fram yfir hátíðarn­ar. Í Frakklandi tók í gildi út­göngu­bann frá klukk­an 20 á kvöld­in og gild­ir það all­ar næt­ur til klukk­an 6 að morgni þangað til á næsta ári. Aðeins verður veitt und­an­tekn­ing á aðfanga­dags­kvöld en ekki á gaml­árs­kvöld.

Vitað er að um 73 millj­ón­ir jarðarbúa hafa smit­ast af kór­ónu­veirunni og af þeim eru yfir 1,6 millj­ón­ir látn­ar.  Í Banda­ríkj­un­um voru staðfest 248 þúsund ný smit í gær og 2.706 dauðsföll. Á 10 af síðustu 13 dög­um hafa smit­in verið yfir 200 þúsund tals­ins í Banda­ríkj­un­um. Jafn­framt hafa aldrei verið jafn marg­ir á sjúkra­húsi eða 113 þúsund. 

Útgöngubann frá klukkan 20 tók gildi í dag í Frakklandi.
Útgöngu­bann frá klukk­an 20 tók gildi í dag í Frakklandi. AFP

Staðan er grafal­var­leg í Kali­forn­íu þar sem inn­an við 100 rúm eru laus á gjör­gæslu­deild­um Los Ang­eles en þar búa 10 millj­ón­ir manna. Yf­ir­völd í Kali­forn­íu hafa pantað mikið magn af lík­pok­um og eins hef­ur tug­um flutn­inga­bíla með kæligáma verið komið fyr­ir við lík­hús í rík­inu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka