Bætt samskipti undir Biden komin

Pútín hélt blaðamannafund fyrr í dag.
Pútín hélt blaðamannafund fyrr í dag. AFP

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti sagði í dag að hann vonaðist til þess að Joe Biden, verðandi Banda­ríkja­for­seti, myndi gefa færi á því að bæta sam­skipti Banda­ríkj­anna og Rúss­lands. For­dæmdi Pútín einnig „ágengni“ Vest­ur­veld­anna gegn Rússlandi á und­an­förn­um árum. 

Um­mæli Pútíns féllu á ár­leg­um blaðamanna­fundi hans sem jafn­an er hald­inn við lok hvers árs, en þar svar­ar hann spurn­ing­um bæði blaðamanna og al­menn­ings í nokkr­ar klukku­stund­ir. Sagði Pútín þar  sam­skipti ríkj­anna tveggja hefðu verið tek­in í gísl­ingu af inn­an­lands­stjórn­mál­um í Banda­ríkj­un­um. Hann vonaðist til að sum af nú­ver­andi örðug­leik­um yrðu leyst þegar Biden tæki við völd­um. 

„Við höf­um trú á því að kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna muni leysa mál­in í ljósi þess að hann hef­ur bæði reynslu af inn­an­rík­is- og ut­an­rík­is­mál­um,“ sagði Pútín. 

Með þeim seinni til að senda Biden ham­ingjuósk­ir

Pútín óskaði Biden til ham­ingju með for­seta­kjörið á þriðju­dag­inn og sagðist reiðubú­inn til sam­starfs með verðandi Banda­ríkja­for­seta. Var Pútín þá á meðal síðustu þjóðarleiðtoga heims­ins til að senda til­von­andi for­set­an­um ham­ingjuósk­ir. 

Talið er lík­legt að Biden muni taka harðari af­stöðu gagn­vart Rússlandi en frá­far­andi for­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump. Biden gagn­rýndi Trump í her­ferð sinni fyr­ir að hafa „tekið opn­um örm­um á móti ýms­um stjórn­ar­and­stæðing­um um all­an heim, þar á meðal Vla­dimír Pútín.“ 

Rúss­neski for­set­inn sagðist telja það ólík­legt að Trump myndi yf­ir­gefa banda­rísk stjórn­mál eft­ir kjör­tíma­bil sitt og sagði hann Trump sem frá­far­andi for­seta eiga sér enn marga stuðnings­menn.  

Pútín hef­ur nú þegar sigrað í fjór­um for­seta­kosn­ingum og þá var stjórn­ar­skrá Rúss­lands ný­verið breytt til að gera hon­um kleift að vera for­seti til árs­ins 2036. Þegar Biden tek­ur við verður hann fjórði for­seti Banda­ríkj­anna á valdatíð Pútín sem hófst árið 2000. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka