Biden bólusettur

Joe Biden kjörinn forseti Bandaríkjanna var í dag bólusettur fyrir …
Joe Biden kjörinn forseti Bandaríkjanna var í dag bólusettur fyrir kórónuveirunni. AFP

Joe Biden kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna var í dag bólu­sett­ur fyr­ir kór­ónu­veirunni. Biden fékk bólu­efni frá Pfizer á spít­al­an­um ChristianaCare í Delaware. 

Bólu­setn­ing­ar hóf­ust í Banda­ríkj­un­um fyr­ir viku síðan eft­ir að lyfja­eft­ir­lit lands­ins samþykktu bólu­efni Pfizer og Moderna. Dr. Jill Biden, verðandi for­setafrú Banda­ríkj­anna, var einnig bólu­sett fyrr í dag. 

Bólu­efni Pfizer er gefið í tveim­ur skömmt­um með nokk­urra vikna milli­bili. Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær Biden fær seinni skammt bólu­efn­is­ins. 

Kamala Harris, verðandi vara­for­seti Banda­ríkj­anna, og eig­inmaður henn­ar Doug Em­hoff verða bólu­sett í næstu viku. 

Biden sagði í byrj­un des­em­ber að hann myndi láta bólu­setja sig um leið og Ant­hony Fauci, gæfi grænt ljós á bólu­setn­ing­ar. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka