Danir banna flugumferð frá Bretlandi

Flugvélar British Airways á Heathrow-flugvellinum í London.
Flugvélar British Airways á Heathrow-flugvellinum í London. AFP

Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að loka fyrir allar flugferðir til landsins frá Bretlandi í tvo sólarhringa. Ákvörðunin var tekin til að koma í veg fyrir útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar. Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra Danmerkur, greindi frá þessu á Twitter, að sögn DR

Frakkland, Þýskaland, Holland, Belgía, Írland og Ítalía eru á meðal landa sem hafa sett á samskonar bann.

Bannið í Danmörku tekur gildi klukkan níu að íslenskum tíma og gildir til klukkan níu 23. desember.

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in hef­ur þegar hvatt Evr­ópu­lönd til þess að grípa til harðra aðgerða vegna af­brigðis­ins, sem er þegar farið að dreifa sér til annarra landa. Níu til­felli þessa af­brigðis veirunn­ar hafa greinst í Dan­mörku, eitt í Hollandi og eitt í Ástr­al­íu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka