Trump hafnar Covid-frumvarpi

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnaði stórum neyðarpakka sem Bandaríkjaþing samþykkti í gær og sagði hann vera „til skammar“.

Búist var við því að Trump myndi samþykkja þessa neyðaraðstoð sem er ætlað að rétta efnahag landsins við vegna áhrifa kórónuveirunnar. Ætlunin var að styðja við fyrirtæki og fjölskyldur með fjármagninu. Bæði repúblikanar og demókratar höfðu samþykkt að veita aðstoðina, sem nam 900 milljörðum dollara.

Í yfirlýsingu sinni sagðist Trump neita að viðurkenna frumvarpið eins og það lítur út á þessari stundu og krafðist hann breytinga á því, þar á meðal að beinar greiðslur til Bandaríkjamanna sem eru illa staddir fjárhagslega verði hækkaðar.

„Ég bið þingið um að gera breytinga á þessu frumvarpi til að hækka þessa fáránlegu lágu greiðslu sem nemur 600 dollurum upp í 2.000 eða 4.000 dollara fyrir pör,“ sagði hann.

„Þetta er í raun og veru til skammar,“ sagði hann og hvatti þingið til að losa sig strax við frumvarpið og útbúa nýtt.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert