Komust ekki í skimun með einkenni

00:00
00:00

Á fyrstu stig­um far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar í Banda­ríkj­un­um átti fólk sem fann fyr­ir ein­kenn­um erfitt með að kom­ast í skimun fyr­ir veirunni. Þetta var þvert á orð Trumps Banda­ríkja­for­seta sem lofaði að all­ir kæm­ust í skimun. Í frétta­skýr­ingu NYT í meðfylgj­andi mynd­skeiði er farið í saum­ana á at­b­urðarás­inni. 

Hinn 6. mars heim­sótti Trump CDC, sótt­varna­stofn­un­ina í Banda­ríkj­un­um, þar sem verið var að skipu­leggja skiman­ir fyr­ir kór­ónu­veirunni. Í kjöl­farið lýsti for­set­inn því yfir að hver sem vildi í Banda­ríkj­un­um ætti kost á að vera skimaður fyr­ir veirunni. Þrem­ur dög­um síðar ít­rekaði hann yf­ir­lýs­ing­una á blaðamanna­fundi. 

Eft­ir því sem leið á mánuðinn kom í ljós að fólk sem taldi sig veikt af veirunni átti í mikl­um vand­ræðum með að finna sjúkra­hús eða heilsu­gæslu­stöðvar sem buðu upp á skiman­ir. Sótt­varna­stofn­un­in hafði þróað skiman­ir síðla í janú­ar en þær voru ein­ung­is í boði fyr­ir þá sem höfðu ferðast til Kína eða átt sam­neyti við ein­hvern sem var sýkt­ur af veirunni.

Banda­rík­in eru á meðal þeirra landa sem kór­ónu­veir­an hef­ur leikið hvað verst og dauðsföll­in nú orðin um 330 þúsund tals­ins. 

mbl.is mun á milli jóla og ný­árs birta skýr­ing­ar af þessu tagi sem New York Times hef­ur gert fyr­ir alla mánuði þessa viðburðaríka árs. Kór­ónu­veir­an er þar fyr­ir­ferðar­mik­il en önn­ur stór frétta­mál á ár­inu eru einnig til skoðunar, þar má nefna dauða Geor­ge Floyds í hönd­um lög­regl­unn­ar í Minn­ea­pol­is og for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert