Komust ekki í skimun með einkenni

Á fyrstu stigum faraldurs kórónuveirunnar í Bandaríkjunum átti fólk sem fann fyrir einkennum erfitt með að komast í skimun fyrir veirunni. Þetta var þvert á orð Trumps Bandaríkjaforseta sem lofaði að allir kæmust í skimun. Í fréttaskýringu NYT í meðfylgjandi myndskeiði er farið í saumana á atburðarásinni. 

Hinn 6. mars heimsótti Trump CDC, sóttvarnastofnunina í Bandaríkjunum, þar sem verið var að skipuleggja skimanir fyrir kórónuveirunni. Í kjölfarið lýsti forsetinn því yfir að hver sem vildi í Bandaríkjunum ætti kost á að vera skimaður fyrir veirunni. Þremur dögum síðar ítrekaði hann yfirlýsinguna á blaðamannafundi. 

Eftir því sem leið á mánuðinn kom í ljós að fólk sem taldi sig veikt af veirunni átti í miklum vandræðum með að finna sjúkrahús eða heilsugæslustöðvar sem buðu upp á skimanir. Sóttvarnastofnunin hafði þróað skimanir síðla í janúar en þær voru einungis í boði fyrir þá sem höfðu ferðast til Kína eða átt samneyti við einhvern sem var sýktur af veirunni.

Bandaríkin eru á meðal þeirra landa sem kórónuveiran hefur leikið hvað verst og dauðsföllin nú orðin um 330 þúsund talsins. 

mbl.is mun á milli jóla og nýárs birta skýr­ing­ar af þessu tagi sem New York Times hef­ur gert fyr­ir alla mánuði þessa viðburðaríka árs. Kór­ónu­veir­an er þar fyr­ir­ferðarmik­il en önn­ur stór frétta­mál á ár­inu eru einnig til skoðunar, þar má nefna dauða Geor­ge Floyds í hönd­um lög­regl­unn­ar í Minn­ea­pol­is og for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert