Trump samþykkir neyðaraðstoð

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur samþykkt frum­varp til aðstoðar þjóðinni í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um sem lagt var fyr­ir hann á þriðju­dag. Um er að ræða löggjöf sem kveður á um aðgerðir til að aðstoða fólk og fyrirtæki í landinu í þrengingum vegna veirunnar.

Frum­varpið inni­held­ur neyðarpakka sem m.a. veit­ir öll­um Banda­ríkja­mönn­um, sem þéna minna en 75.000 banda­ríkja­dali (um 9,6 millj­ón­ir króna) á ári, 600 dala ein­greiðslu (77.000 krón­ur) úr rík­is­sjóði. Alls er neyðarpakkinn metinn á 900 milljarða dala.

Pakk­inn fel­ur í sér bein­ar greiðslur til margra Banda­ríkja­manna og fyr­ir­tækja, auk þess sem fjár­magnið verður nýtt í verk­efni í þágu at­vinnu­lausra. 

Lögin voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í síðustu viku bæði í öld­unga­deild­inni og full­trúa­deild­inni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert