Bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi og þar með er hægt að hefja bólusetningar með efninu þar í landi.
Í frétt BBC kemur fram að bólusetningar með efni Pfizer séu hafnar í Bretlandi en með AstraZeneca sé hægt að auka kraftinn í bólusetningum.
Bretar hafa alls tryggt sér 100 milljónir skammta þaðan en þeir duga til að bólusetja 50 milljónir.