Sprenging í Gautaborg

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. AFP

Sprengin átti sér stað í smábænum Säve í Gautaborg í Svíþjóð. Samkvæmt talsmanni sænsku lögreglunnar lést maður á fertugsaldri í slysinu. Ekki er talið að um hryðjuverk eða glæpsamlegt atvik sé að ræða. 

Fyrr í dag bárust lögreglunni ábendingar um mikinn hvell í bænum. Samkvæmt upplýsingum frá vitnum var gluggi á íbúð mannsins sprunginn. Nágrannar mannsins sögðu í samtali við SVT að aðkoman hafi ekki verið fögur. 

Rétt um klukkan þrjú á staðartíma komu sjúkrabílar og lögregla á staðinn. Þá höfðu nokkrir nágrannar safnast saman á götunni eftir sprenginguna. Enn er óljóst hvað olli sprengingunni að sögn lögreglunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert