Biden: „Ekki mótmæli heldur uppreisn“

Joe Biden ávarpar þjóð sína fyrr í kvöld.
Joe Biden ávarpar þjóð sína fyrr í kvöld. AFP

Joe Biden verðandi forseti Bandaríkjanna fordæmdi í kvöld óeirðir við þinghús Bandaríkjaþings. Hann sagði framferði mótmælenda vera „uppreisn“ og krafðist þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti kalli eftir upplausn óeirðanna.

„Á þessum tímapunkti er lýðræðið okkar að verða fyrir fordæmalausri árás,“ sagði Biden, en hundruð mótmælenda brutu sér leið inn í þinghúsið fyrr í kvöld. Fjölmargir báru skotvopn og þurfti að rýma bygginguna. 

„Ég beini orðum mínum til Trump forseta og hvet hann til að fara í sjónvarpið til þess að krefjast endaloka á þessu umsátri. Að brjótast inn í þinghúsið, berja glugga, taka yfir skrifstofur, málstofu Bandaríkjaþings, ógna öryggi réttkjörinna embættismanna? Það eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn,“ sagði Biden. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert