Danir herða reglur á landamærum

AFP

Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að banna íbúum Suður-Afríku að koma til landsins vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar þar í landi. Áður höfðu Danir lokað á Breta vegna bráðsmitandi afbrigðis veirunnar sem fyrst var uppgötvað þar í landi.

Ekki hafa enn greinst nein smit í Danmörku af nýja afbrigðinu sem fyrst var greint í Suður-Afríku um miðjan desember og hefur síðan greinst í fleiri löndum.

Bæði afbrigðin, það sem fyrst var greint í Bretlandi og það sem fyrst var greint í Suður-Afríku, eru sögð meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar.

Ákvörðun danskra yfirvalda tók gildi í dag og gildir til 17. janúar. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að útlendingar sem búi venjulega í Suður-Afríku megi ekki koma til Danmerkur á þessu tímabili. Aðeins er veitt undanþága í einstaka tilvikum. Tæplega 90 hafa greinst með afbrigðið frá Bretlandi í Danmörku. Aðeins Danir mega koma frá Bretlandi til Danmerkur og allir þurfa að geta sýnt fram á neikvætt Covid-próf. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert