Ráðherrar ræða um að víkja Trump frá störfum

Landgönguliði úr Bandaríkjaher stendur vörð fyrir utan Hvíta húsið í …
Landgönguliði úr Bandaríkjaher stendur vörð fyrir utan Hvíta húsið í morgun. AFP

Undanfarna klukkustund hafa fjölmiðlar vestanhafs greint frá því að samræður hafi átt sér stað innan ríkisstjórnar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að virkja ákvæði 25. viðauka stjórnarskrárinnar.

Í viðaukanum er kveðið á um ferli til að koma forsetanum frá völdum ef talið er að hann sé ekki lengur hæfur til að gegna störfum embættisins.

Meirihluti ráðherra í ríkisstjórninni þarf samkvæmt ákvæðinu að skrifa undir bréf þess efnis að þeir telji forsetann ekki lengur hæfan til starfsins. Því bréfi þyrfti síðan að koma til fulltrúadeildar og öldungadeildar þingsins. Þá tæki Mike Pence varaforseti við störfum forseta.

Fréttastöðvar CBS og ABC hafa báðar greint frá þessum samræðum, en ekki er enn ljóst hversu langt á veg þær eru komnar, hvort Pence eigi þátt í þeim og einnig hvort hann styðji slík áform.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert