Samgönguráðherra Bandaríkjanna Elaine Chao hefur sagt af sér vegna óeirðanna sem urðu við þinghús Bandaríkjaþings á miðvikudagskvöld.
„Í gær upplifði landið okkar skelfilegan atburð sem hafði verið hægt að komast algjörlega hjá, þegar stuðningsmenn forsetans ruddust inn í þinghúsið í kjölfar mótmælafundar sem hann ávarpaði. Eins og eflaust margir eru sammála, hefur þetta haft slík áhrif á mig að ég get ekki litið fram hjá því,“ sagði Chao í yfirlýsingu.
Uppsögn Chao tekur gildi á mánudag, níu dögum áður en Joe Biden verður svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna. Eiginmaður Chao er Mitch McConnell, öldungadeildarþingmaður repúblikana.
It has been the honor of a lifetime to serve the U.S. Department of Transportation. pic.twitter.com/rFxPsBoh6t
— Sec. Elaine Chao (@SecElaineChao) January 7, 2021