„Svik við embætti hans og stuðningsmenn“

Bill Barr, fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
Bill Barr, fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Bill Barr, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra Banda­ríkj­anna, seg­ir gjörðir fyrr­um yf­ir­manns hans, Don­alds Trump, í aðdrag­anda óeirðanna við þing­hús Banda­ríkjaþings vera „svik við embætti hans og stuðnings­menn“.

Barr lét af embætti í des­em­ber eft­ir að hafa op­in­ber­lega and­mælt full­yrðing­um Trump um meint kosn­inga­s­vindl í for­seta­kosn­ing­un­um sem fram fóru í nóv­em­ber. 

„Að hvetja múg til að þrýsta á þingið er óafsak­an­legt,“ sagði Barr í yf­ir­lýs­ingu. 

Fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar var Barr einn af dygg­ustu stuðnings­mönn­um Trump. Hann kom meðal ann­ars í veg fyr­ir stór­hneyksli með því að gefa fyr­ir fram út fjög­urra blaðsíðna út­drátt úr rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara Roberts Mu­ell­er á sam­skipt­um Trump við yf­ir­völd í Rússlandi, þar sem gjörðir for­set­ans voru smækkaðar veru­lega. 

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka