Amazon úthýsir vettvangi öfgamanna

Óeirðarseggir réðust inn í þinghús Bandaríkjanna á miðvikudag.
Óeirðarseggir réðust inn í þinghús Bandaríkjanna á miðvikudag. AFP

Amazon hefur tilkynnt samfélagsmiðlinum Parler að fyrirtækið muni ekki hýsa vefsíðu þess lengur vegna brota á notendaskilmálum. Frá þessu greindi fyrirtækið á laugardag.

Parler gefur sig út fyrir að vera vettvangur tjáningarfrelsis þar sem „raunveruleg skoðanaskipti“ geta farið fram. Þar hafa stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og þeir sem aðhyllast samsæriskenninguna QAnon haft athvarf eftir að hafa verið bannaðir af öðrum samfélagsmiðlum, og fór undirbúningur fyrir innrásina í þinghús Bandaríkjanna í síðustu viku að hluta fram á miðlinum.

Samfélagsmiðillinn Parler gefur sig út fyrir að vera vettvangur frjálsra …
Samfélagsmiðillinn Parler gefur sig út fyrir að vera vettvangur frjálsra skoðanaskipta. AFP

Forritið hefur notið aukinna vinsælda síðustu mánuði og var orðið vinsælasta fría smáforritið í App Store, forritaveitu Apple, á laugardag eftir að samfélagsmiðillinn Twitter lokaði á reikning Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Síðan þá hafa Apple og Google bæði fjarlægt forritið úr veitum sínum.

„Við höfum séð mikla aukningu á ofbeldisfullu efni á síðunni ykkar, sem brýtur gegn notendaskilmálum okkar,“ segir í bréfi frá Amazon til Parler, sem fréttaveitan Buzzfeed hefur undir höndum. Eftir óeirðirnar við þinghúsið í síðustu viku mæti Amazon það svo að alvarleg hættta væri á að efnið myndi ýta undir frekara ofbeldi.

Twitter-aðgangi Bandaríkjaforseta var lokað á föstudag.
Twitter-aðgangi Bandaríkjaforseta var lokað á föstudag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert