Andlátið rannsakað sem manndráp

00:00
00:00

Fyrsta stóra verk­efnið hans var inn­setn­ing­ar­at­höfn Barack Obama í embætti for­seta Banda­ríkj­anna í janú­ar 2009. Síðasta verk­efnið hans var að verja þing­húsið fyr­ir æst­um múg sem rudd­ist inn í þing­húsið. Múgur sem vildi koma í veg fyr­ir að þing­heim­ur staðfesti kjör Joe Biden í embætti for­seta.

Lög­reglumaður­inn Bri­an Sicknick lést af völd­um áverka sem hann hlaut í þing­hús­inu miðviku­dag­inn 6. janú­ar. Árás­ar­menn­irn­ir sem réðust inn í þing­húsið sprautuðu piparúða í augu hans og svo var hann sleg­inn í höfuðið með slökkvi­tæki. Sicknick náði að kom­ast inn á varðstof­una þar sem hann hneig niður og var flutt­ur á sjúkra­hús en sjúkra­flutn­inga­fólkið end­ur­lífgaði hann í tvígang á leiðinni á sjúkra­húsið. Ekki tókst að bjarga lífi hans en að sögn föður Bri­ans, Char­les Sicknick, var ákveðið að reyna ekki að gera aðgerð á höfði hans.

Brian Sicknick lést af völdum áverka er hann hlaut er …
Bri­an Sicknick lést af völd­um áverka er hann hlaut er æst­ur múgur rudd­ist inn í banda­ríska þing­húsið á miðviku­dag. AFP

Hann elskaði starfið sitt

 „Ef þeir hefðu skorið hann upp þá hefði hann endað sem græn­meti,“ seg­ir Char­les Sicknick í viðtali við Reu­ters. Son­ur hans var 42 ára gam­all er hann lést á fimmtu­dags­kvöldið.

„Hann elskaði starfið sitt,“ seg­ir Char­les Sicknick við Reu­ters. „Ég mun aldrei kom­ast yfir þetta.“ 

Dauði Sicknicks er rann­sakaður sem mann­dráp af lög­regl­unni í Washingt­on með stuðningi al­rík­is­lög­regl­unn­ar. Hann er sjötti lög­reglumaður þing­húss­ins sem deyr við skyldu­störf frá upp­hafi. 

Fimm lét­ust í átök­un­um í þing­hús­inu en aðrir voru í hópi þeirra sem rudd­ust inn. Að sögn föður Sicknick var lög­reglumaður­inn stuðnings­maður Trumps. Lítið var rætt um stjórn­mál á heim­il­inu og seg­ir faðir hans að stjórn­mála­skoðanir Bri­ans hafi aldrei haft áhrif á störf hans.

Bæði vara­for­seti Banda­ríkj­anna, Mike Pence, og for­seti full­trúa­deild­ar­inn­ar, Nancy Pe­losi, hringdu í Sicknick-fjöl­skyld­una á föstu­dags­morg­un­inn til að votta þeim samúð sína og Pe­losi bauð þeim að vera viðstödd minn­ing­ar­at­höfn um helg­ina. 

Áður en Sicknick hóf störf í þing­hús­inu var hann í flug­hern­um og starfaði meðal ann­ars í Sádi-Ar­ab­íu og Kírg­ist­an. 

Bar­inn í höfuðið með slökkvi­tæki

Brian D. Sicknick.
Bri­an D. Sicknick. AFP

Líkt og greint var frá á mbl.is á föstu­dags­morg­un lést hann af völd­um áverka er hann hlaut af völd­um árás­ar­fólks­ins. Ekki var búið að gefa upp á þeim tíma annað en að hann hefði misst meðvit­und eft­ir kom­una á varðstof­una og lát­ist af völd­um áverka á fimmtu­dags­kvöld­inu á sjúkra­húsi. Síðar um dag­inn var greint frá því að hann hefði verið sleg­inn í höfuðið með slökkvi­tæki. Hann hefði lát­ist klukk­an 21:30 á fimmtu­dags­kvöld­inu. 

Kona úr stuðningsliði Trumps, Ashli Babbitt, var skot­in til bana er hún klifraði inn um brot­inn glugga við af­greiðslu fyr­ir fram­an skrif­stofu for­seta þings­ins. Hinir þrír urðu bráðkvadd­ir á svæðinu í kring­um þing­húsið. 

Frétt New York Times

Neitað í sex skipti

AFP

Tveim­ur dög­um áður en þingið átti að staðfesta kjör Joe Bidens var lög­reglu­stjór­inn í þing­hús­inu, Steven Sund, orðinn mjög áhyggju­full­ur yfir þróun mála vegna þess mikla fjölda stuðnings­manna for­set­ans sem hafði boðað komu sína til Washingt­on til að mót­mæla.

Því ákvað hann að óska eft­ir því við yf­ir­menn ör­ygg­is­mála í bæði full­trúa- og öld­unga­deild­inni að fá heim­ild til þess að óska eft­ir því við þjóðvarðliðið að það yrði til reiðu ef þörf væri á. Sund seg­ir í viðtali við Washingt­on Post í gær að þeirri beiðni hans hafi verið hafnað. Þetta er fyrsta viðtalið sem Sund veit­ir eft­ir að ráðist var inn í þing­húsið. 

Að sögn Sund voru yf­ir­menn hans rag­ir við að stíga það skref þrátt fyr­ir að leyniþjón­usta lög­regl­unn­ar hefði bent á að lík­lega myndu fleiri stuðnings­menn Trumps mæta á svæðið en í fyrri mót­mæl­um. 

Sund hef­ur eft­ir Paul D. Irv­ing sem stýr­ir ör­ygg­is­mál­um í þingsal að hon­um þætti erfitt að lýsa fyr­ir fram yfir neyð áður en mót­mæl­in hæf­ust og Michael C. Stenger, yf­ir­maður ör­ygg­is­mála í öld­unga­deild­inni, hafði lagt til að Sund myndi óform­lega hafa sam­band við þá sem hann væri í tengsl­um við inn­an þjóðvarðliðsins og biðja þá um að vera til taks ef þörf yrði á aðstoð. Þre­menn­ing­arn­ir hafa all­ir sagt upp störf­um eft­ir at­b­urðina á miðviku­dag. 

Hvorki Irv­ing né Stenger tjáðu sig um um­mæli Sund í frétt­inni en ekki hef­ur tek­ist að hafa upp á Irv­ing, hann er flutt­ur út úr húsi sínu og síma­núm­er hans virk­ar ekki leng­ur. Stenger neitaði að tjá sig þegar eft­ir því var leitað í gær. 

Þetta var í fyrsta skipti af sex sem Sund óskaði eft­ir hjálp og beiðninni var annaðhvort hafnað eða frestað. Tveim­ur dög­um síðar, síðdeg­is 6. janú­ar, óskaði hann fimm sinn­um eft­ir aðstoð. Her átta þúsund stuðnings­manna Trump streymdi niður Penn­sylvania Avenue eft­ir að hafa hlýtt á Trump ávarpa hóp­inn. Ekki tók nema 15 mín­út­ur að rjúfa varn­ir lög­regl­unn­ar í þing­hús­inu að vest­an­verðu. Enda máttu 1.400 lög­reglu­menn sín lít­ils á móti hópn­um. 

Frétt Washingt­on Post

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert