Hvíta húsið birtir ávarp frá Trump

00:00
00:00

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ist hvetja Banda­ríkja­menn til að standa sam­an og forðast of­beldi, í ávarpi sem Hvíta húsið hef­ur birt í kjöl­far þess að full­trúa­deild þings­ins ákærði hann fyr­ir brot í embætti. Hann minn­ist þó ekki á ákær­una einu orði í ávarp­inu.

Hann seg­ist kalla á alla Banda­ríkja­menn „til að yf­ir­stíga augna­bliks­ástríðu og koma sam­an sem ein banda­rísk þjóð. Lát­um okk­ur velja að fara áfram sam­einuð, fjöl­skyld­um okk­ar til heilla.“

Þá sagði hann aldrei neitt rétt­læta of­beldi. „Eng­ar af­sak­an­ir, eng­ar und­anþágur: Banda­rík­in eru þjóð laga,“ sagði for­set­inn og bætti við:

„Þeir sem tóku þátt í árás­un­um í síðustu viku munu svara til saka.“

Forsetinn Donald Trump.
For­set­inn Don­ald Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert