Hvíta húsið birtir ávarp frá Trump

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hvetja Bandaríkjamenn til að standa saman og forðast ofbeldi, í ávarpi sem Hvíta húsið hefur birt í kjölfar þess að fulltrúadeild þingsins ákærði hann fyrir brot í embætti. Hann minnist þó ekki á ákæruna einu orði í ávarpinu.

Hann segist kalla á alla Bandaríkjamenn „til að yfirstíga augnabliksástríðu og koma saman sem ein bandarísk þjóð. Látum okkur velja að fara áfram sameinuð, fjölskyldum okkar til heilla.“

Þá sagði hann aldrei neitt réttlæta ofbeldi. „Engar afsakanir, engar undanþágur: Bandaríkin eru þjóð laga,“ sagði forsetinn og bætti við:

„Þeir sem tóku þátt í árásunum í síðustu viku munu svara til saka.“

Forsetinn Donald Trump.
Forsetinn Donald Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert