Afhending bóluefnis til ríkja ESB frestast

Afhending bóluefnisins frestast.
Afhending bóluefnisins frestast. AFP

Afhending bóluefnis við kórónuveirunni sem BioNTech og Pfizer hafa þróað fyrir þjóðir Evrópusambandsins frestast um þrjár til fjórar vikur vegna framkvæmda í verksmiðju í Belgíu.

Þýska heilbrigðisráðuneytið greindi frá þessu.

„Með stuttum fyrirvara var framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og í gegnum hana, ríkjum Evrópusambandsins, sagt að Pfizer nái ekki að útvega það magn sem fyrirfram var ákveðið næstu þrjár til fjórar vikurnar vegna framkvæmda í verksmiðjunni í Puurs,“ sagði ráðuneytið.

Með framkvæmdunum vonast Pfizer til að framleiðslugetan aukist um miðjan febrúar, samkvæmt ráðuneytinu

Sex heilbrigðisráðherrar ríkja í ESB skrifuðu undir bréf til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í dag þar sem þeir lýstu yfir „alvarlegum áhyggjum“ af þessari seinkun. Þar voru á ferðinni ráðherrar frá Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Lettland, Litháen og Svíþjóð. Sögðu þeir ástandið „óásættanleg“ og að það „dragi úr trúverðugleika ferlisins í kringum bólusetningar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert