Algjör landamæraopnun ólíkleg 2021

Ástralskir heilbrigðisstarfsmenn skima fyrir kórónuveirunni.
Ástralskir heilbrigðisstarfsmenn skima fyrir kórónuveirunni. AFP

Ólík­legt þykir að Ástr­al­ar opni landa­mæri sín að fullu á þessu ári, þ.e. lyfti öll­um höml­um þar, jafn­vel þótt stærst­ur hluti áströlsku þjóðar­inn­ar verði bólu­sett­ur í ár eins og gert er ráð fyr­ir. Þetta seg­ir Brend­an Murp­hy, heil­brigðisráðherra Ástr­al­íu.

Murp­hy lét um­mæl­in falla þegar hann var spurður um upp­gang kór­ónu­veirunn­ar er­lend­is. Þau dempa von­ir flug­fé­laga um að ferðalög til og frá land­inu geti haf­ist í júlí­mánuði. Murp­hy leiddi snemm­tæka ákvörðun Ástr­ala um að loka landa­mær­um lands­ins, með und­an­tekn­ing­um, í mars síðastliðnum. 

„Ég held að stærst­an hluta árs­ins muni tak­mark­an­ir vera í gildi á landa­mær­un­um,“ sagði Murp­hy í sjón­varps­viðtali í dag.

„Jafn­vel þótt mjög stór hluti þjóðar­inn­ar verði bólu­sett­ur vit­um við ekki hvort það muni koma í veg fyr­ir út­breiðslu veirunn­ar.“

Qantas bjóst við öðru

Þá bætti Murp­hy því við að regl­ur um sótt­kví fyr­ir ferðamenn myndu gilda í „nokk­urn tíma“ áfram.

Áströlsk­um rík­is­borg­ur­um og fólki með sér­stak­ar und­anþágur er heim­ilt að koma til Ástr­al­íu ef þeir sæta 14 daga sótt­kví á hót­eli við kom­una á eig­in kostnað. 

Ástr­alska flug­fé­lagið Qantas opnaði aft­ur á bók­an­ir fyrr í janú­ar­mánuði eft­ir að flug­fé­lagið sagðist bú­ast við því að ferðalög gætu haf­ist aft­ur frá júlí­mánuði. Það væri þó háð ákvörðun stjórn­valda.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert