Bakgrunnur þjóðvarðliða rannsakaður

Þjóðvarðliðar fyrir utan þinghúsið í Washington í gær.
Þjóðvarðliðar fyrir utan þinghúsið í Washington í gær. AFP

Bak­grunn­ur allra þjóðvarðliða verður rann­sakaður fyr­ir embættis­töku Joes Bidens á miðviku­dag­inn til að ganga úr skugga um að ör­ygg­is verðandi Banda­ríkja­for­seta verði gætt.

Hers­höfðing­inn Daniel Hok­an­son greindi frá þessu í sam­tali við CBS News í gær þegar hann var spurður hvort her­menn yrðu rann­sakaðir áður en þeir kæmu til Washingt­on.

Eft­ir óeirðirn­ar í banda­ríska þing­hús­inu sjötta janú­ar, þegar stuðnings­menn Don­alds Trumps, frá­far­andi Banda­ríkja­for­seta, rudd­ust þangað inn, hef­ur komið fram að ein­hverj­ir þeirra sem tóku þátt í þeim teng­ist eða hafi tengst hern­um.

AFP

„Leyniþjón­ust­an og FBI [banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an] munu starfa sam­an við að rann­saka all­an mann­skap­inn sem er að koma,“ sagði Hok­an­son.

Mik­il ör­ygg­is­gæsla er í Washingt­on fyr­ir at­höfn­ina. Stór hluti miðborg­ar­inn­ar hef­ur verið lokaður af og ör­ygg­is­girðing­ar verið sett­ar upp. Um 25 þúsund þjóðvarðliðar verða send­ir til höfuðborg­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert