Áfram ferðabann þrátt fyrir yfirlýsingu Trumps

Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti.
Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden, verðandi Banda­ríkja­for­seti, ætl­ar ekki að aflétta ferðabanni til lands­ins vegna Covid-19 þannig að ferðamenn frá Bras­il­íu og stærst­um hluta Evr­ópu fái að koma til Banda­ríkj­anna, þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ingu Don­alds Trumps, frá­far­andi Banda­ríkja­for­seta, þess efn­is.

„Við för­um eft­ir ráðgjöf læknaliðs okk­ar og rík­is­stjórn­in ætl­ar ekki að aflétta þess­um tak­mörk­un­um 26. janú­ar,“ tísti Jen Psaki, blaðafull­trúi Bidens, á Twitter.

„Í raun ætl­um við að efla aðgerðir í þágu heil­brigðis al­menn­ings og í kring­um ferðalög ut­an­lands til að stemma frek­ari stigu við út­breiðslu Covid-19,“ bætti hann við.

Donald Trump.
Don­ald Trump. AFP

Aðeins nokkr­um mín­út­um áður sagðist Trump ætla að aflétta ferðabanni frá Bras­il­íu og stærst­um hluta Evr­ópu. Ferðabann frá Kína og Íran átti þó enn að vera í gildi. „Þessi ákvörðun er sú besta til að vernda Banda­ríkja­menn fyr­ir Covid-19 á sama tíma og ferðalög geta haf­ist aft­ur á ör­ugg­an hátt,“ sagði hann í yf­ir­lýs­ingu frá Hvíta hús­inu.

Trump til­kynnti fyrst um ferðabann 31. janú­ar 2020 fyr­ir fólk á leið til Banda­ríkj­anna frá Kína sem var ekki banda­rísk­ir rík­is­borg­ar­ar vegna kór­ónu­veirunn­ar. Bannið var einnig látið gilda fyr­ir þjóðir Evr­ópu 14. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert