Fagna því að „vinur“ tekur við af Trump

Joe Biden mun í dag sverja embættiseið sem næsti forseti …
Joe Biden mun í dag sverja embættiseið sem næsti forseti Bandaríkjanna. AFP

Æðstu ráðamenn Evr­ópu­sam­bands­ins lýstu yfir létti yfir því að bráðum eiga þeir vin í Hvíta hús­inu eft­ir að Joe Biden tek­ur við embætti Banda­ríkja­for­seta af Don­ald Trump.

Char­les Michel, for­seti leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, sagði að nota eigi tæki­færið til að efna til „grunn­samn­ings“ á milli ESB og Banda­ríkj­anna.

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, tók und­ir orð hans. „Þessi virðulega at­höfn fyr­ir utan banda­ríska þing­húsið mun bera vitni um þraut­seigju lýðræðis í Banda­ríkj­un­um,“ sagði hún. „Og hún verður sönn­un þess að enn og aft­ur, eft­ir fjög­ur löng ár, á Evr­ópa vin í Hvíta hús­inu.“

Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, flytur ræðu í morgun.
Char­les Michel, for­seti leiðtogaráðs ESB, flyt­ur ræðu í morg­un. AFP

Hún sagði einnig að þær millj­ón­ir Banda­ríkja­manna sem kusu Trump og ein­hverj­ir þeirra sem hefðu efnt til óeirða fyr­ir hans hönd 6. janú­ar ættu að vera víti til varnaðar. „Trump Banda­ríkja­for­seti verður kannski far­inn eft­ir nokkr­ar klukku­stund­ir en stuðnings­menn hans eru enn til staðar. Yfir 70 millj­ón­ir Banda­ríkja­manna kusu Trump í kosn­ing­un­um,“ sagði hún.

„Nokk­ur hundruð þeirra rudd­ust inn í þing­húsið í Washingt­on, vöggu lýðræðis í Banda­ríkj­un­um, ein­ung­is fyr­ir nokkr­um dög­um. Svona líta hlut­irn­ir í raun og veru út þegar kné er látið fylgja kviði, þegar lýðræðinu staf­ar raun­veru­leg hætta af völd­um hat­ursorðræðu og fölsk­um frétt­um,“ bætti hún við.  

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB. AFP

Von der Leyen líkti óeirðunum í Banda­ríkj­un­um við ný­lega til­raun þýskra aðgerðasinna til að ryðjast inn í þing­húsið í Berlín til að mót­mæla aðgerðum stjórn­valda til að stemma stigu við út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar.

Einnig minnt­ist hún á mál Jo Cox, bresks þing­manns, sem var myrt­ur af öfga-hægri­manni nokkr­um vik­um áður en Bret­ar ákváðu í at­kvæðagreiðslu að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið.

Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti.
Don­ald Trump, frá­far­andi Banda­ríkja­for­seti. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert