Biden grímulaus þvert á eigin tilskipun

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, var gripinn grímulaus á landareign bandaríska ríkisins einungis nokkrum klukkustundum eftir að hafa undirritað tilskipun sem fjallaði um grímuskyldu í byggingum og landareignum ríkisins. Þetta sést í myndbandi sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlinum Twitter. 

Umrædd tilskipun var jafnframt fyrsta tilskipun Bidens í embætti, en hann hefur lagt mikla áherslu á grímunotkun vestanhafs. Í tilskipuninni skorar forsetinn enn fremur á Bandaríkjamenn að bera andlitsgrímur næstu hundrað daga til að stemma stigu við uppgangi veirunnar. 


Grímuleysi forsetans virðist hafa farið fyrir brjóstið á stuðningsmönnum Donald Trumps, sem einhverjar hafa tjáð sig um málið á Twitter. Þar á meðal er repúblikaninn Charlie Kirk, sem undrast mjög hegðun forsetans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert