Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, var gripinn grímulaus á landareign bandaríska ríkisins einungis nokkrum klukkustundum eftir að hafa undirritað tilskipun sem fjallaði um grímuskyldu í byggingum og landareignum ríkisins. Þetta sést í myndbandi sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlinum Twitter.
Umrædd tilskipun var jafnframt fyrsta tilskipun Bidens í embætti, en hann hefur lagt mikla áherslu á grímunotkun vestanhafs. Í tilskipuninni skorar forsetinn enn fremur á Bandaríkjamenn að bera andlitsgrímur næstu hundrað daga til að stemma stigu við uppgangi veirunnar.
Wearing masks isn't a partisan issue — it's a patriotic act that can save countless lives. That's why I signed an executive order today issuing a mask mandate on federal property. It's time to mask up, America.
— President Biden (@POTUS) January 21, 2021
Grímuleysi forsetans virðist hafa farið fyrir brjóstið á stuðningsmönnum Donald Trumps, sem einhverjar hafa tjáð sig um málið á Twitter. Þar á meðal er repúblikaninn Charlie Kirk, sem undrast mjög hegðun forsetans.
Does Joe Biden’s new executive order mandating masks on federal property not apply to Joe Biden while he’s on federal property?
— Charlie Kirk (@charliekirk11) January 21, 2021
Because here he is at the Lincoln Memorial with no mask just hours after signing it.
🤔
pic.twitter.com/NpGcKyMriA