Framleiðsluvandi AstraZeneca tefur dreifingu

AstraZeneca hefur þróað bóluefni við kórónuveirunni í samstarfi við Oxford-háskóla.
AstraZeneca hefur þróað bóluefni við kórónuveirunni í samstarfi við Oxford-háskóla. AFP

Lyfja­fram­leiðand­inn AstraZeneca, sem þróað hef­ur bólu­efni við kór­ónu­veirunni með Oxford-há­skóla, seg­ist munu dreifa færri skömmt­um á fyrsta árs­fjórðungi en upp­haf­lega var ráðgert vegna fram­leiðslu­vanda. Evr­ópska lyfja­stofn­un­in hef­ur ekki enn gefið bólu­efni AstraZeneca markaðsleyfi en stefnt er að því að gera það 29. janú­ar. Bólu­efnið hef­ur þó verið tekið í notk­un í Bretlandi.

Stef­an De Keers­ma­ecker, talsmaður heil­brigðismála hjá fram­kvæmda­stjórn ESB, seg­ir að AstraZeneca hafi staðfest breytta af­hend­ingaráætl­un á fundi í gær og að fram­kvæmda­stjórn­in vinni nú að því að „afla frek­ari upp­lýs­inga“.

Stella Kyriaki­des, ráðherra fram­kvæmda­stjórn­ar ESB um lyfja- og mat­væla­ör­yggi, seg­ir að bæði fram­kvæmda­stjórn­in og full­trú­ar aðild­ar­ríkja ESB hafi látið í ljós mikla óánægju með stöðuna.

Á vef Rík­is­út­varps­ins seg­ir að Reu­ter hafi eft­ir ónafn­greind­um emb­ætt­is­manni inn­an ESB að fjöldi skammta frá AstraZeneca geti dreg­ist sam­an um 60% en fyr­ir­tækið stefndi að því að dreifa um 80 millj­ón skömmt­um til Evr­ópu­sam­bands­ríkja fyr­ir lok mars. Nú er þó út­lit fyr­ir að þeir verði ekki fleiri en 31 millj­ón.

Ísland fær sem fyrr bólu­efni AstraZeneca fyr­ir til­stilli samn­inga sem Evr­ópu­sam­bandið hef­ur gert við bólu­efna­fram­leiðend­ur en ekki er hægt að slá því föstu hvaða áhrif fram­leiðslu­vandi AstraZeneca muni hafa á af­hend­ingu bólu­efn­is hingað til lands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert