Öllu lokað á tæplega milljón Norðmenn

Íbúar Óslóar og líklega einhverra hinna níu sveitarfélaganna flykktust í …
Íbúar Óslóar og líklega einhverra hinna níu sveitarfélaganna flykktust í áfengisútsölur nágrannasveitarfélagsins Bærum í dag eftir að ljóst varð að vínbúðir yrðu lokaðar að minnsta kosti fram til mánaðamóta í þeim sveitarfélögum sem nú sæta hvað hörðustum aðgerðum vegna „breska afbrigðis“ kórónuveirunnar. Ljósmynd/Ábendinganetfang VG

Í ávarpi norska heil­brigðisráðherr­ans Bent Høie úr sum­ar­bú­stað sín­um í Bjerkreim í Roga­land í morg­un kynnti hann þjóðinni um­fangs­mikl­ar lok­an­ir í Ósló og níu sveit­ar­fé­lög­um um­hverf­is höfuðborg­ina eft­ir að tveir íbú­ar í Nor­dre Follo, 30 kíló­metra sunn­an Ósló­ar, greind­ust með B.1.1.7, hið svo­kallaða „breska af­brigði“ kór­ónu­veirunn­ar.

Íbú­arn­ir greind­ust með af­brigðið 3. janú­ar og eru nú báðir látn­ir. Stjórn­völd leggja nú of­urkapp á að koma í veg fyr­ir að B.1.1.7-veir­an dreifi sér út fyr­ir Nor­dre Follo og eru 60.000 íbú­ar sveit­ar­fé­lags­ins nú beðnir að fara ekki út fyr­ir mörk þess.

Af­brigðið stökk­breytta er þó ekki ein­göngu að finna inn­an marka Nor­dre Follo, í dag greindu norsk­ir fjöl­miðlar frá því að þrjú til­felli hefðu greinst í Ag­der-fylki auk þess sem fjöldi veiru­smita hef­ur komið upp á ör­skömm­um tíma á 25 umönn­un­ar­heim­il­um í Ósló þar sem 81 starfsmaður og 28 vist­menn hafa smit­ast og leik­ur grun­ur á að þar sé um B.1.1.7-af­brigðið að ræða vegna þess hve ört smit­in hafa komið upp. Niður­stöðu rann­sókna er nú beðið á meðan 171 starfsmaður heim­ili­anna sit­ur í sótt­kví.

Neyt­um ýtr­ustu ráða

„Við ger­um nú ströngustu ráðstaf­an­ir sem gerðar hafa verið síðan 12. mars í þess­um tíu sveit­ar­fé­lög­um. Á nokkr­um sviðum göng­um við enn lengra en í mars. Við neyt­um nú ýtr­ustu ráða til að stöðva út­breiðsluna í þeirri von að ná yf­ir­hönd­inni skjótt og geta þá slakað á ströngustu regl­un­um,“ sagði ráðherra í ávarpi sínu í morg­un.

Frá og með há­degi í dag, laug­ar­dag, til og með 31. janú­ar til að byrja með giltu eft­ir­far­andi regl­ur í sveit­ar­fé­lög­un­um Ósló, Enebakk, Ås, Vest­by, Nesodd­en, Indre Østfold, Moss, Frogn, Våler og Nor­dre Follo þar sem alls eru heim­ili tæp­lega einn­ar millj­ón­ar íbúa:

  • All­ar sam­kom­ur utan heim­ila eru bannaðar, inn­an- sem ut­an­dyra, að und­an­skild­um jarðarför­um.
  • All­ir sem geta unnið heima hjá sér skulu gera það. Vinnu­veit­end­ur geri ráðstaf­an­ir til að gera þetta mögu­legt.
  • All­ar búðir verða lokaðar að und­an­skild­um mat­vöru­versl­un­um, apó­tek­um og bens­ín­stöðvum.
  • Áfeng­is­versl­an­ir verða lokaðar.
  • Öll sala áfeng­is á veit­inga­hús­um er bönnuð (hef­ur verið það í Ósló frá 9. nóv­em­ber).
  • Iðkun hópíþrótta er bönnuð, hvort tveggja barna og full­orðinna.
  • Veit­inga­hús verða lokuð að und­an­skild­um skyndi­bita­stöðum þar sem mat­ur er sótt­ur og farið með hann út.
  • Lík­ams­rækt­ar­stöðvar, sundstaðir, heilsu­lind­ir og sund­laug­ar á hót­el­um loka (lík­ams­rækt­ar­stöðvar í Ósló hafa verið lokaðar frá 9. nóv­em­ber).
  • Hús­næði trú­fé­laga verða lokuð nema vegna jarðarfara.
  • Keilu­hall­ir, spila­sal­ir, bingó­hús­næði og sam­bæri­leg­ir staðir verða lokaðir.
  • Bóka­söfn verða lokuð.
  • Söfn verða lokuð.
  • Kvik­mynda­hús, leik­hús og tón­leik­astaðir verða lokuð.
  • Aðrir op­in­ber­ir staðir sem hýsa hvers kyns menn­ing­ar­starf­semi verða lokaðir.

Leik- og barna­skól­ar verða á svo­kölluðu rauðu viðbúnaðarstigi en þó starf­andi. Sótt­varna­yf­ir­völd ein­stakra sveit­ar­fé­laga geta lokað þeim skóla­stig­um bjóði þeim svo við að horfa. Fram­halds­skól­ar skulu not­ast við fjar­nám í vik­unni og einnig iðnskól­ar og skól­ar á há­skóla­stigi.

Auk þess­ara reglna gilda til­mæli keim­lík þeim sem áður hafa gilt um að forðast all­ar heim­sókn­ir, fólk sé ekki á ferðinni að nauðsynja­lausu og grím­ur séu notaðar alls staðar þar sem ekki er hægt að halda ör­uggu tveggja metra bili milli fólks.

Ósló er eitt þeirra tíu sveitarfélaga með samtals tæplega milljón …
Ósló er eitt þeirra tíu sveit­ar­fé­laga með sam­tals tæp­lega millj­ón íbúa sem frá og með há­degi í dag sæta hörðustu lok­un­araðgerðum norskra stjórn­valda síðan 12. mars í fyrra þegar skór­inn tók fyrst veru­lega að kreppa í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. mbl.is/​Atli Steinn Guðmunds­son

Stjórn­völd munu, að fengn­um til­lög­um Lýðheilsu­stofn­un­ar Nor­egs og sótt­varna­yf­ir­valda, meta stöðuna í sveit­ar­fé­lög­un­um tíu um mánaðamót­in með til­liti til þess hvort ástæða telj­ist til að fram­lengja gild­is­tíma regln­anna sem tóku gildi í dag.

Þá ber­ast þær frétt­ir frá Svíþjóð, gegn­um TT-frétta­stof­una þarlendu, að Sví­ar hygg­ist á næstu dög­um loka landa­mær­un­um við Nor­eg á meðan ekki er meira vitað um um­fang og út­breiðslu B.1.1.7-veirunn­ar í Nor­egi. Var þetta haft eft­ir sænska inn­an­rík­is­ráðherr­an­um Mika­el Damberg í dag, en eft­ir því sem sænska rík­is­út­varpið SVT grein­ir frá hafa 55 til­felli nýju veirunn­ar þegar greinst í Svíþjóð.

NRK
VG
TV2
Af­ten­posten

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert