Myndi nægja til að bólusetja heimsbyggðina

Það væri hægt að bólusetja alla heimsbyggðinga með þeirri fjárhæð …
Það væri hægt að bólusetja alla heimsbyggðinga með þeirri fjárhæð sem tíu ríkustu bættu við í eignasafn sitt frá 18. mars til 31. desember í fyrra. AFP

Auður tíu rík­ustu manna heims hef­ur auk­ist um 540 millj­arða banda­ríkja­dala frá því kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hófst. Sú fjár­hæð myndi nægja til að forða öll­um jarðarbú­um frá því að lenda í fá­tækt vegna Covid-19 og borga fyr­ir bólu­setn­ingu allr­ar heims­byggðar­inn­ar. Þetta kem­ur fram í sam­an­tekt mannúðarsam­tak­anna Oxfam.

Í skýrslu Oxfam kem­ur fram að heild­ar­auðæfi þess­ara tíu millj­arðamær­inga séu svipuð og út­gjöld 20 stærstu iðnríkja heims (G20) til að mæta efna­hags­leg­um áhrif­um af völd­um Covid-19.

Ahmadia Abdo er 10 ára gömul og býr í Jemen. …
Ahma­dia Abdo er 10 ára göm­ul og býr í Jemen. Hún er 10 kg að þyngd og býr í flótta­manna­búðum í heima­land­inu. Ekki hafa borist frétt­ir af því hvenær hún verður bólu­sett við Covid-19. AFP

Sam­tök­in hvetja rík­is­stjórn­ir heims til þess að koma á auðlegðarskatti á þá sem eru rík­ast­ir í heim­in­um. 

Sam­kvæmt BBC er skýrsl­an, Inequality Virus, kom­in út en á sama tíma eru leiðtog­ar heims að und­ir­búa þátt­töku í viðskiptaráðstefn­unni í Dav­os en hún verður send út ra­f­rænt í ár. 

Vegna efna­hagsaðgerða stjórn­valda víða um heima hafa hluta­bréfa­vísi­töl­ur hækkað mjög sem þýðir að auður þeirra rík­ustu hef­ur auk­ist jafnt og þétt. Á sama tíma stend­ur raun­veru­legt hag­kerfi heims­ins frammi fyr­ir dýpsta sam­drátt­ar­skeiði í meira en öld seg­ir enn­frem­ur í skýrslu Oxfam sem nær fyr­ir tíma­bilið 18. mars til 31. des­em­ber 2020.

Elon Musk er ríkasti maður heims og hefur mikinn áhuga …
Elon Musk er rík­asti maður heims og hef­ur mik­inn áhuga á geim­ferðum. AFP

Meðal þeirra tíu rík­ustu eru: Jeff Bezos, stofn­andi Amazon. Elon Musk, stofn­andi Tesla, og stofn­andi Face­book, Mark Zucker­berg.

Í skýrslu Oxfam kem­ur fram að auður Bezos hafi auk­ist svo mikið í sept­em­ber að hann hefði getað gefið öll­um starfs­mönn­um Amazon, þeir eru 876 þúsund tals­ins, 105 þúsund banda­ríkja­dali (13,6 millj­ón­ir króna) í kaupauka án þess að finna fyr­ir því þar sem auður hans hefði þá verið sá sami og hann var fyr­ir far­ald­ur­inn.

Ýmsir millj­arðamær­ing­ar hafa gefið háar fjár­hæðir til stofn­ana og sam­taka vegna Covid-19. Til að mynda MacKenzie Scott, sem var áður gift Jeff Bezos, sem gaf yfir fjóra millj­arða dala til stofn­ana og sam­taka sem gefa mat og eins í neyðarsjóði.

Stofnandi Twitter, Jack Dorsey, gaf fjórðung auðæva sinna til þeirra …
Stofn­andi Twitter, Jack Dors­ey, gaf fjórðung auðæva sinna til þeirra sem minna mega sín. AFP

Stofn­andi Twitter Jack Dors­ey greindi frá því í apríl að hann hefði sett einn millj­arð dala í sjóð til að styðja við þá sem eiga um sárt að binda vegna Covid-19. Þetta er um fjórðung­ur allra eigna hans.

Bill Gates og eig­in­kona hans, Melinda, hafa sett 305 millj­ón­ir dala í bólu­efni, meðferð og skimun­ar­búnað í gegn­um hjálp­ar­starf sitt og rit­höf­und­ur­inn JK Rowl­ing gaf eina millj­ón punda til heim­il­is­lausra og þolenda heim­il­isof­beld­is.

Í júní í fyrra sagði Bezos frá því að hann hefði sett 125 millj­ón­ir dala í Covid-19-hjálp­ar­starf. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert