Davos-ráðstefnunni frestað í annað sinn

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, meðan á „Davos-samtölunum
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, meðan á „Davos-samtölunum" stóð í lok janúar. AFP

Davos-viðskiptaráðstefnunni árlegu, þar sem pólitískir leiðtogar heimsins og helstu kaupsýslumenn koma saman, hefur verið frestað þangað til í ágúst vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta er í annað sinn sem ráðstefnunni er frestað. Áður hefur tilkynnt að hún færi ekki fram í Davos í Sviss heldur í Singapúr. Þar átti hún að fara fram í maí í stað janúar eins og venjan er.

Í lok janúar voru þó haldin svokölluð „Davos-samtöl“ þar sem leiðtogar heimsins ræddu áskoranir ársins 2021 á rafrænum fundum. 

Ný dagsetning Davos-ráðstefnunnar verður 17. til 20. ágúst, að sögn skipuleggjenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert