Ríkið brást í baráttu við loftslagsbreytingar

París árið 2016.
París árið 2016. AFP

Dómstóll hefur úrskurðað að franska ríkið beri ábyrgð á meintri vangetu þess við að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Þar með báru aðgerðahópar sigur úr býtum í máli sem yfir tvær milljónir ríkisborgara studdu.

Dómstóll í París úrskurðaði að með því að hafa ekki brugðist almennilega við loftslagbreytingum hafi ríkið valdið skaða á umhverfinu.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP

Oxfam í Frakklandi, Greenpeace í Frakklandi og tveir aðrir aðgerðahópar sökuðu ríkisstjórnina um að hafa ekki efnt loforð Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að „gera jörðina okkar frábæra aftur“.

Dómstóllinn gefur sér tvo mánuði til að ákveða hvort ríkisstjórn Macrons verði neydd til að grípa til aðgerða til að draga enn frekar úr útblæstri sem veldur gróðurhúsaáhrifum.

Oxfam sagði á Twitter að úrskurðurinn væri „sögulegur sigur fyrir loftslagið“ og að „vangeta ríkisins við að bregðast loftslagsbreytingum hafi verið dæmd ólögleg.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert