25% munu líklega ekki þiggja bólusetningu

AFP

Um 25% fólks í Frakklandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi segjast ekki ætla eða líklega ekki að þiggja bólusetningu gegn Covid-19, samkvæmt nýrri könnun sem náði til sjö landa.

Færri virðast ætla að hafna boði um bólusetningu á Ítalíu eða 12%. Sömu sögu má segja af Bretlandi þar sem 14% segjast ekki ætla að taka boði um bólusetningu. Þá segjast 17% Hollendinga ekki ætla að þiggja bólusetningu. 

Guardian greinir frá.

Niðurstöður könnunarinnar, sem Kantar Public framkvæmdi, benda til þess að einungis 11% Bandaríkjamanna og 13% Frakka treysti stjórnvöldum í sínu landi til þess að koma á framfæri áreiðanlegum upplýsingum um bóluefni gegn Covid-19.

30% Hollendinga og Breta sem tóku þátt í könnuninni sögðust treysta stjórnvöldum í sínum löndum í þeim efnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert